fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fréttir

Fárveikt göngufólk ósátt við að staðarhaldarar á Rjúpnavöllum upplýstu ekki um grun um E.Coli-smit

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 09:00

Staðfest hefur verið E.Coli smit á Rjúpnavöllum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur göngufólks sem sótti áningastaðinn Rjúpnavelli við Ytri-Rangá er afar ósáttur við staðarhaldara eftir að möguleg hópsýking vegna E.Coli-bakteríu kom upp á staðnum. Umræddur hópur gisti á Rjúpnavöllum á fimmtudagsnóttina í síðustu viku og hélt göngu sinni áfram daginn eftir. Aðfaranótt fóru meðlimir hópsins, sem taldi sextán manns, að finna fyrir einkennum sýkinar  og að endingu veiktust ellefu meðlimir hópsins. Gönguferðinni um hálendið var því slaufað með tilheyrandi óþægindum og tjóni. Telur göngufólkið að staðarhaldarar hafi átt að upplýsa hópinn um að verið væri að rannsaka smit í stað þess að þegja þunnu hljóði yfir því. RÚV greindi fyrst frá málinu.

Fengu upplýsingar um mögulegt smit á miðvikudag

Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir í samtali við dV að stofnunin hafi fyrst fengið ábendingu um mögulega sýkingu á Rjúpnavöllum á miðvikudaginn og þá hafi staðarhaldarar verið upplýstir. Sólarhring síðar, áfimmtudag, hafi verið farið í sýnatöku og daginn eftir legið fyrir staðfesting á E.Coli-bakteríum í neysluvatni Rjúpnavalla, sem fengið er úr nærliggjandi einkavatnsbóli. „Það á þó enn ekki hægt að fullyrða að það hafi valdið smiti eða hvort um hafi verið að ræða umgangspest eða eitthvað annað. Það krefst frekari rannsókna,“ segir Sigrún.

Bera fór á veikindum útvistarfólks á svæðinu fyrir tveimur vikum síðan en samkvæmt heimildum DV hafa meðlimir allnokkra hópa veikst síðan.  Einn af meðlimum fyrstnefnda gönguhópsins segir í samtali við DV að það sé óskiljanlegt að staðarhaldarar hafi ekki aðvarað hópinn um að grunur væri smit á staðnum og að von væri á Heilbrigðiseftirlitinu að rannsaka málið. Þá hafi göngufólkið getað verið meðvitað um mögulega hættu og reynt að lágmarka hana, til að mynda að neita ekki vatnsins á staðnum. Þetta væri sérlega vítavert þar sem hópurinn hafi lagt í um 20 kílómetra dagleið daginn eftir.

Hefðu ekki getað brugðist öðruvísi við

Kolbrún Björnsdóttir, sem rekur starfsemina á Rjúpnavöllum ásamt fjölskyldu sinni, segir í samtali við DV að þau hafi fyrst heyrt af veikindum gesta sem heimsótti áningastaðinn fyrir meira en  tveimur vikum. Þau hafi ekki getað ímyndað sér að hægt væri að rekja sýkinguna til Rjúpnavalla og ekkert heyrt af neinum slíkum grun fyrr en Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafði skyndilega samband á miðvikudaginn og boðaði sýnatöku daginn eftir.

Aðspurð hvort að ekki hefði verið rétt að láta gönguhópinn sem gisti á fimmtudagskvöldið vita þá segist Kolbrún ekki vera á þeirri skoðun. Staðarhaldarar hefðu ekkert heyrt af öðrum veikindum en þeim sem að áttu sér stað tveimur vikum fyrr þegar eftirlitið boðaði komu sína og ekki getað gert sér í hugarlund að fótur væri fyrir þeim grun. „Við förum síðan ekki að heyra af öðrum hópum sem veiktust fyrr en eftir heimsókn Heilbrigðiseftirlitsins. Þá fer fólk að tengja saman. Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt en ég sé því ekki að við hefðum getað gert þetta öðruvísi,“ segir Kolbrún og bendir á að strax hafi verið gripið til viðeigandi aðgerða á gististaðnum í takt við tilmæli Heilbrigðiseftirlitsins eftir að E.Coli-smitið var staðfest. Gripið verði svo til frekari aðgerða þegar niðurstöður allra rannsókna liggja fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgaði 120 þúsund en svo féll snjóhengjan – „Hvernig er þetta ekki glæpsamlegt ofbeldi?“

Borgaði 120 þúsund en svo féll snjóhengjan – „Hvernig er þetta ekki glæpsamlegt ofbeldi?“
Fréttir
Í gær

Hnífstungumálið í Vesturbænum: Örn neitar sök – „Ég man að ég var að flýja“

Hnífstungumálið í Vesturbænum: Örn neitar sök – „Ég man að ég var að flýja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neita að fjarlægja nemanda úr skólanum eftir ásökun um kynferðisbrot gegn skólasystur sinni – „Líður eins og verið sé að refsa henni“

Neita að fjarlægja nemanda úr skólanum eftir ásökun um kynferðisbrot gegn skólasystur sinni – „Líður eins og verið sé að refsa henni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla harðlega Oktoberfest Stúdentaráðs – „Fylleríið er haldið á lóð Háskóla Íslands“

Mótmæla harðlega Oktoberfest Stúdentaráðs – „Fylleríið er haldið á lóð Háskóla Íslands“