fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fréttir

Ný taktík Úkraínumanna gæti verið „besti möguleikinn til að ljúka stríðinu“ segir hernaðarsérfræðingur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. ágúst 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innrás Úkraínumanna í Kursk-héraðið í Rússlandi kom Rússum og heimsbyggðinni algjörlega á óvart. Þessi aðgerð þeirra setur mikinn þrýsting á Rússa og getur komið sér vel þegar og ef til friðarviðræðna kemur á milli ríkjanna.

Rússar hafa flutt tugi þúsunda íbúa á brott frá héraðinu og hafa sent liðsauka þangað til að takast á við innrásarliðið.

En af hverju réðust Úkraínumenn inn í héraðið? Þessu hafa margir velt fyrir sér, þar á meðal hernaðarsérfræðingar.

TV2 ræddi við Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðing hjá danska varnarmálaskólanum, um þetta og sagði hann að innrásin geti haft áhrif á sókn Rússa í Úkraínu. Þeir neyðist til að flytja hersveitir frá Donetsk til Kursk og þar með verða þeir hugsanlega að draga úr sóknarþunga sínum í Donetsk.

Hann sagði að innrásin þýði að Rússar neyðist til að ráðast á úkraínska innrásarliðið til að hrekja það á brott. Það geti haft í för með sér að Úkraínumenn geti haft hag af því að verjast þar í langan tíma ef þeir geta komið sér vel fyrir í varnarstöðvum á þeim svæðum sem þeir hafa hertekið í Rússlandi.

Hann sagði að einnig þurfi að skoða málið í stærra samhengi þar sem stríðið muni í auknum mæli færast yfir á rússneskt landsvæði og það auki þrýstinginn á Vladímír Pútín.

„Það er kostur fyrir Úkraínumenn, því það eina sem er mikilvægara fyrir Pútín en að sigra í stríðinu í Úkraínu er að halda völdum í Rússlandi,“ sagði hann.

Hann sagði besti möguleiki Úkraínumanna á að ljúka stríðinu sé að gera það að meiri ókosti en kosti fyrir Pútín. „Úkraínumenn neyðast til að flytja stríðið til Rússlands til að mynda þrýsting innanlands á Pútín,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök