Þetta segir Bloomberg og segir að Gerasimov hafi einfaldlega ákveðið að hunsa þessar upplýsingar. Er þetta haft eftir heimildarmanni sem hefur góð tengsl innan rússnesku ríkisstjórnarinnar.
Innrásin hefur haft mikil áhrif í héraðinu. Rússar hafa flutt tugi þúsunda íbúa á brott og af myndum má ráða að mikil eyðilegging hafi orðið í héraðinu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu margir hafa fallið og særst.
Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur lýst yfir neyðarástandi í héraðinu.
Bloomberg segir að margir velti nú framtíð Gerasimov fyrir sér og segir að annars vegar sé ólíklegt að honum verði ýtt til hliðar í náinni framtíð en þolinmæði ráðamanna í Kreml varðandi hvernig hann hefur hagað hernaðinum í Úkraínu sé nánast á þrotum og því spurning hvort ekki styttist í að hann verði látinn víkja.