fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fréttir

Lét braka í fingrum í sífellu -Var nær dauða en lífi – Missti einn fingur

Pressan
Laugardaginn 10. ágúst 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa þann slæma ávana að láta braka í fingrum. Oft er talað um að þetta geti valdið gigt en svo mun ekki vera og því getur fólk glaðst yfir því en það er ekki þar með sagt að þetta sé með öllu hættulaust, langt frá því. Því fékk rúmlega þrítugur bandarískur karlmaður að kynnast nýlega. Hann var iðinn við að láta braka í fingrum og það varð honum næstum að bana.

Antoine Boylston var að láta braka í fingrunum dag einn þegar hann fann skyndilega fyrir miklum sársauka í litlafingri. Hann hélt að hann hefði brotið fingurinn en fljótlega kom í ljós að svo vel hafði hann ekki sloppið. Höndin varð svört og bólgin þegar leið á daginn og hann fór því á sjúkrahús. Læknar komust fljótt að því að hann var með „necrotizing fasciitis“ sem er holdétandi bakteríusýking eftir því sem segir í Metro.

„Ég hélt að holdétandi bakteríur væru eitthvað sem væri bara eitthvað sem fólk fengi í kvikmyndum en ekki við að láta braka í fingrum. Ég gerði það oft og hugsaði aldrei út í að ég myndi sjá eftir því.“

Læknar sögðu honum að hann hefði verið með sár á litlafingrinum sem hafi rifnað upp þegar hann lét braka í fingrunum. Þar með var leiðin greið fyrir þessi illvígu bakteríu til að ráðast á vefina í hönd hans og einnig í handleggnum og innri líffæri.

Læknar neyddust til að skera allan handlegginn upp og fjarlægja sýktan vef. Síðan var húð af öðru læri hans grædd á handlegginn og hluta handarinnar.

Boylston lá á gjörgæslu í eina viku en læknar óttuðust um hríð að hann myndi ekki lifa þetta af en í besta falli töldu þeir að hann myndi missa handlegg. En sem betur fer fór þetta þó ekki svo illa en Boylston missti litlafingurinn og töluverðan mátt í hægri handlegg.

„Það er víst þannig að styrkurinn í höndinni kemur frá litlafingri og baugfingri. Hann lítur ekki út fyrir að vera mikilvægur en litlifingurinn er einn versti fingurinn til að missa. En ég er á lífi og ég ætla aldrei aftur að láta braka í þeim, það get ég heldur ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgaði 120 þúsund en svo féll snjóhengjan – „Hvernig er þetta ekki glæpsamlegt ofbeldi?“

Borgaði 120 þúsund en svo féll snjóhengjan – „Hvernig er þetta ekki glæpsamlegt ofbeldi?“
Fréttir
Í gær

Hnífstungumálið í Vesturbænum: Örn neitar sök – „Ég man að ég var að flýja“

Hnífstungumálið í Vesturbænum: Örn neitar sök – „Ég man að ég var að flýja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neita að fjarlægja nemanda úr skólanum eftir ásökun um kynferðisbrot gegn skólasystur sinni – „Líður eins og verið sé að refsa henni“

Neita að fjarlægja nemanda úr skólanum eftir ásökun um kynferðisbrot gegn skólasystur sinni – „Líður eins og verið sé að refsa henni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla harðlega Oktoberfest Stúdentaráðs – „Fylleríið er haldið á lóð Háskóla Íslands“

Mótmæla harðlega Oktoberfest Stúdentaráðs – „Fylleríið er haldið á lóð Háskóla Íslands“