fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Fréttir

Einar segir Hirti að troða áróðri sínum „á svipaðan stað og manninum fannst að tjakkurinn ætti heima“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit reyndar ekki hvort það sé gerlegt að ræna sjávarauðlind sem þegar er búið að stela af venjulegum Íslendingum,“ skrifar fyrrverandi sendibílstjórinn Einar Helgason í hugvekju sem hann birtir hjá Vísi í dag til að bregðast við pistlum sem Hjörtur J. Guðmundsson hefur skrifað undanfarið gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þar sakar Einar Hjört um áróður sem sé miðað að því að halda peningunum í vasa valdanna sem ráða.

Einar rifjar upp brandarann um manninn sem þurfti að rölta á sveitabæ til að biðja um tjakk, en miklaði það svo mikið fyrir sér á göngunni að þegar bóndinn kom, boðinn og búinn, til dyra þá var maðurinn orðinn hoppandi hýfandi eftir ímyndað rifrildi við bóndann, sleppti því alfarið að biðja um tjakk heldur hreytti út úr sér: „Taktu þennan andskotans tjakk og troddu honum upp í rassgatið á þér“

Hjörtur á launum hjá Mogganum

Þennan brandara hugsar Einar um þegar hann les pistlana hans Hjartar, enda sé hann þar að fara hamförum yfir mögulegum sviðsmyndum þess að ganga í Evrópusambandið, án þess að hafa í raun nokkra hugmynd um hverju aðildarviðræður gætu skilað. Helstu rökin gegn aðild sé að þá verði Íslands rænt auðlindum okkar til sjávar. Einar furðar sig á því að það sé einhver fyrirstaða fyrir aðild enda hafi þessum auðlindum þegar verið rænt af þjóðinni með okkar umdeilda kvótakerfi þar sem aflaheimildir hafa færst á hendur fárra og skilað þessum útvöldu gífurlegum auð.

Einar segist þó skilja pistla Hjartar betur eftir að honum varð ljóst að Hjörtur er á launum hjá Morgunblaðinu.

„Ég veit reyndar ekki hvort það sé gerlegt að ræna sjávarauðlind sem þegar er búið að stela af venjulegum Íslendingum. Og ég held að Hjörtur viti það fullvel hverjir stóðu fyrir því og hver tekur ekki mark á manni sem bæði er sagnfræðingur og alþjóða stjórnmálafræðingur auk þess er hann sérfræðingur í einhverjum Evrópufræðum. Úff ekki get ég státað mig af því að vera sérfræðingur í neinu nema að keyra sendiferðabíl á sendibílastöð, ég var einu sinni góður í því.

En svo kemur líka í ljós að Hjörtur J Guðmundsson er launaður blaðamaður hjá Mogganum sem við vitum öll að er áróðurssnepill á framfæri helstu útgerðarisa í Íslensku samfélagi og sömu aðila og stálu sjávarauðlindina okkar.“

Völdin sem ráða

Á langri ævi Einars hefur hann lært hvaða öfl það séu sem ráða. Þessi öfl vilja með öllu koma í veg fyrir að Íslandi gangi í Evrópusambandið, enda muni þau þá missa eitthvað af tökum sínum yfir íslensku samfélagi.

„Á minni löngu ævi í Íslensku samfélagi hef ég komst að því að það eru ákveðin öfl í okkar landi sem velta sér upp auðæfum sem hægt er að viðhalda með því að halda alþýðu fólks í skefjum. Og það er gert meðal annars með því að koma í veg fyrir að við göngum í Evrópusambandið og tökum upp evru því þá missa peningaöflin tökin sem þeir hafa á fólki með Íslensku krónunni. “

Þessi veruleiki liggi í augum uppi þegar skoðað er hvaða kjör standa landsmönnum til boða á lánamarkaði og hvað hægt sé að auka greiðslubyrði heimilanna mikið á örskömmum tíma.

„Mér dettur engin í hug sem gæti staðið fyrir svona gjörningi nema kannski félagsskapur sem heitir Mafía og er ættuð frá Sikiley enda væri ég ekki hissa þótt þeir dauðöfunduðu peningaöflin á Íslandi að búa við þessi gróðatækifæri. Eða finnst fólki það ekkert skrítið að þegar krónan fellur og hinn venjulegi maður þarf að taka á sig auknar byrðar þá græða fjármálafyrirtækin eins og engin sé morgundagurinn Við þurfum ekki annað en að horfa til Færeyja sem tengjast evrunni til þess að vita hvað ég er að meina. Síðan kaupa þessi öfl mann með nógu skrautlega titla til þess að skreyta sig með, sjálfsagt í þeirri von að hann verði trúverðugri, til þess skrifa á nokkurra daga fresti áróðurspistla í þeirri von að viðhalda skepnuskapnum. Kannski má þakka fyrir að sá sem ritar þessar línur er kurteis að eðlisfari og lætur ekki allt flakka. En ég get ekki af því gert að mér dettur fyllilega í hug að þessir áróðurspistlar eigi að fara á svipaðan stað og manninum fannst að tjakkurinn ætti heima.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað