Mirabel, fágætur níu vikna Samoyed tíkarhvolpur sem leitað hefur verið að síðan á föstudag, fannst dáinn um miðnætti í gær. Frá þessu greinir ræktandi hvolpsins, Agnes Klara Ben Jónsdóttir, í tilkynningu á Facebook nú í morgunsárið.
DV greindi frá því í gærkvöldið að umfangsmikil leit hefði staðið yfir að hvolpinum sem björgunarsveitir fyrir austan hefðu aðstoðað við. Meðal annars var leitarsvæðið fínkembt með dróna og þá var dróni sem geltir brúkaður til þess að reyna að ná til hvolpsins.
Upphaflega týndust þrjár tíkur af bænum af Refsstöðum í Fellum í Fljótsdal, um 12 kílómetrum frá Egilsstöðum. Mirabel, móðir hennar og annar Labrador tíkarhvolpur. Tvær síðastnefndu skiluðu sér fljótt en ekki Mirabel og hófst þá þegar leit af hvolpnum. Henni lauk svo í gær með þessum sorglega hætti.