fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fréttir

Kveiktu bál og köstuðu fötum yngri barna í eldinn – „Honum er brugðið en bar sig vel“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 12. júní 2024 16:00

Atvikið átti sér stað við Langholtsskóla á mánudag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir unglingsdrengir kveiktu eld við Langholtsskóla og köstuðu fötum af yngri dreng, sem var að leika sér við skólann, í bálið. Drengnum er brugðið eftir atvikið.

Faðir 13 ára drengs greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær en atvikið átti sér stað við Langholtsskóla á mánudagskvöld, um klukkan 22:00.

Var drengurinn ásamt fleiri krökkum að leika sér á battavellinum við skólann þegar tveir eldri strákar, sennilega á bilinu 15 til 16 ára, komu aðvífandi á vespum.

„Hann hefur aldrei séð þá áður það voru held ég fullt af krökkum þarna við sparkvöllinn,“ segir faðir drengsins við DV.

Strákarnir stoppuðu vespurnar og kveiktu eld. Þá tóku þeir föt af börnunum og fleygðu í eldinn. Meðal annars húfunni af syni mannsins sem greindi frá atvikinu.

Segir hann að húfan sé ónýt. Það sé hins vegar ekki aðalatriðið varðandi þetta atvik. Sem betur fer hafi eldurinn slokknað fljótt því það hefði getað farið mun verr.

„Hann náði húfunni úr eldinum og stappaði á henni til að slökkva í,“ segir faðirinn.

Aðspurður um hvort drengnum sé ekki brugðið við þetta jánkar hann því. „Já, honum er brugðið en bar sig vel,“ segir faðirinn. Hvetur hann foreldra til að ræða um þetta við börnin sín.

Ekki eina málið

Þetta mál er ekki eina brunamálið sem komið hefur upp í tengslum við ungmenni að undanförnu. Fyrir aðeins rúmlega tveimur vikum var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um að krakkar væru að kveikja eld í Hlíðahverfinu í Reykjavík.

Þegar lögregla kom á staðinn kom í ljós að krakkarnir hefðu verið að kveikja í skólabókunum sínum eftir veturinn. Var bæði foreldrum barnanna sem og Barnaverndarnefnd Reykjavíkur tilkynnt um það mál.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjöldi fólks varð strandaglópar í Búdapest þegar flug Wizz air féll niður – Maður í hjólastól lofar viðbrögð Íslensku Klíníkurinnar

Fjöldi fólks varð strandaglópar í Búdapest þegar flug Wizz air féll niður – Maður í hjólastól lofar viðbrögð Íslensku Klíníkurinnar
Fréttir
Í gær

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það

Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tæknibilun í vírusvarnarhugbúnaði virðist hafa valdið ringulreið á heimsvísu – „Jæja, þá kemst maður kannski ekki heim“

Tæknibilun í vírusvarnarhugbúnaði virðist hafa valdið ringulreið á heimsvísu – „Jæja, þá kemst maður kannski ekki heim“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð