fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fréttir

Handtekinn vegna líkamsárásar í Súðavík – Þolandi á sjúkrahús með stungusár

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. júní 2024 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kl. 23:50 í gærkvöldi, þriðjudagskvöld, barst lögreglu tilkynning, í gegnum Neyðarlínuna, um að átök hafi orðið í heimahúsi í Súðavík. Tilkynningunni fylgdi að aðili hafi verið stunginn með hnífi. Lögregla og sjúkralið fór þá þegar á vettvang, eins og segir í færslu Lögreglunnar á Vestfjörðum.

Karlmaður var fluttur með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun Vestfjarða, á Ísafirði og í kjölfarið með sjúkravél á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var með lífshættuleg stungusár sem þurfti að meðhöndla frekar. Hann er nú kominn úr lífshættu.

Grunaði, ungur karlmaður, var handtekinn á staðnum og færður í fangahús á Ísafirði. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum mun í dag leggja fram kröfu fyrir Héraðsdómi Vestfjarða um að hann sæti gæsluvarðhaldi, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki tímabært að gefa frekari upplýsingar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nuddarinn Guðbjartur sýknaður að beiðni saksóknara – Konan hafi reynt við hann og kært svo til lögreglu eftir að hann hafnaði henni og sleit meðferðarsambandinu

Nuddarinn Guðbjartur sýknaður að beiðni saksóknara – Konan hafi reynt við hann og kært svo til lögreglu eftir að hann hafnaði henni og sleit meðferðarsambandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið