Í dag var opnaður formlega nýr meðferðargangur í Fangelsinu Litla hrauni í samstarfi við Afstðu. Fyrstu vistmennirnir eru þegar komnir á ganginn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Afstöðu, þar sem segir:
„Gangurinn er í endurbættum gangi á neðri hæð í “húsi3”. Gangurinn verður með sér garði og ýmsu sem almennt er ekki á öðrum göngum. Afstaða mun sjá um jafningjastuðning og ráðgjöf og halda vikuleg námskeiði. Þá mun geðheilsu teymi fangelsa halda regluleg námskeið
Það er því gleðidagur í dag þegar hægt er að opna slíkt jákvætt úrræði í erfiðum aðstæðum. Úrræði þar sem virkni og endurhæfing verður í forgrunni.“
Meðfylgjandi eru myndir frá opnuninni.