fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkað um helming á rúmum þremur árum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 3. desember 2024 15:03

Dominos Skeifunni. Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðið á þriðjudagstilboði Domino´s á Íslandi hækkaði í dag í 1.500 krónur úr 1.300 krónum.

Þetta er fjórða verðhækkun á þriðjudagstilboðinu frá því í október 2021 en þá vakti það þjóðarathygli þegar verð tilboðsins hækkaði úr 1.000 krónum og upp í 1.100 krónur. Verðið á tilboðinu hafði þá verið óbreytt í ellefu ár.

„Þriðjudagstilboð hefur ekki fylgt verðlagi en myndi kosta 1800kr í dag ef svo væri. Á sama tíma hefur kostnaður stóraukist og ekki síst síðustu ár. Þrátt fyrir að verðbólga mælist nú lægri en oft áður, höfum við fengið miklar hækkanir á kostnaðarliðum og fram undan eru enn frekari hækkanir. Þar má nefna launahækkanir og hækkanir frá birgjum, t.d. á osti frá 1. des. 

Er það von okkar að unnt verði að halda verðinu óbreyttu sem lengst enda höfum við í 30 ár kappkostað að bjóða hagstætt verð á öllum okkar vörum. Þrátt fyrir hækkunina nú er tilboðið enn einstaklega gott og leitun að tilboði sem gefur heimilum landsins meira fyrir peninginn,“

segir Magnús Hafliðason forstjóri Domino´s í skriflegu svari til DV.

Hækkunin á tilboðinu hefur þegar vakið athygli og meðal annars nokkra umræðu í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Í gær

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Í gær

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“