fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Í skelfilegri stöðu þremur mánuðum eftir brunann – „Ég sef á 80 cm breiðri og 5 cm þykkri dýnu á kjallaragólfinu í þvottahúsinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 9. nóvember 2024 20:00

Frá brunanum við Amtmannsstíg. Skjáskot Vísir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur mánuðum eftir skelfilegan bruna að Amtmannsstíg 6 í Reykjavík, sem leiddi til dauða tónlistarmannsins Halldórs Bragasonar, er Margrét Víkingsdóttir, íbúi í húsinu, í sömu stöðu og hún var strax eftir brunann. Mikið af innbúi hennar eyðilagðist í reykskemmdum og hún kemst ekki inn í íbúðina sína fyrr en hún hefur verið hreinsuð fyrir milljónir króna. Ekkert bólar á þeirri hreinsun.

Vinkona Margrétar hefur hrint af stað söfnun fyrir hana – sjá nánar neðst í fréttinni

„Ég sef á 80 cm breiðri og 5 cm þykkri á kjallaragólfinu í þvottahúsinu,“ segir Margrét í samtali við DV. „Ég er niðri í kjallaranum, í sótlofti í rauninni, sem er að eyðileggja í mér lungun.“

Hún furðar sig á því að ekkert ferli grípi þolendur eldsvoða og lagaumgjörðin er óljós. Þar sem Margrét er ekki með innbústryggingu fær hún tjón sitt ekki bætt þó að eldurinn hafi ekki kviknað í hennar íbúð og hún hafi orðið fyrir skemmdum vegna eldsvoða í íbúðinni fyrir neðan.

„Það kviknaði í á hæðinni fyrir neðan mig og reykurinn fór upp. Þegar reykurinn kemur inn til mín þá bara á ég hann. Og hann eyðileggur allt mitt dót og ég þarf að kosta það. Maðurinn á hæðinni fyrir neðan mig var með heimilistryggingu en hún borgar bara hans dót en ekki mitt. Það þarf að rífa upp allt parket hjá mér og jafnvel rífa niður veggi að hluta og hreinsa innan úr þeim.“

Tjónið sem Margrét hefur orðið fyrir er mikið en henni finnst það ekki vera aðalatriðið: „Síminn minn fór, tölvan, sjónvarpið, meira og minna allt mitt dót eyðilagðist, reykurinn eyðilagði þetta allt, en mér finnst það ekki vera aðalatriðið, heldur það að það er ekkert sem tekur við manni þegar maður lendir í svona. Enginn og ekkert. Þú þarft að finna upp hjólið og þú ert Palli var einn í heiminum. Ég er með samtals 50 aðila sem ég hef verið í sambandi við út af þessu, og ég er ekki að ýkja, ég hef skrifað þetta niður í bók, og þessir aðilar benda allir hver á annan.“

Ekkert bólar á hreinsun

Það sem stendur Margréti mest fyrir þrifum er að ekki er búið að hreinsa íbúðina hennar. Svo virðist sem það sé á ábyrgð eiganda íbúðarinnar fyrir neðan, þar sem eldurinn kviknaði. Hún segir erfingja íbúðarinnar draga lappirnar.

„Hann hefur ekki gert neitt og virðist ekki vilja gera neitt. Það kostar mikið að þrífa þetta rétt, það þarf fagmenn með réttu græjurnar og réttu efnin og þeir þurfa að vera í sérhönnuðum hlífðarbúningum. En hann segist bara vilja gera þetta sjálfur, það sé miklu ódýrara, hann vill fara einhverjar ódýrar leiðir sem ganga ekki og hann ætlar að taka sér góðan tíma í það. En hann tekur ekki tillit til þess að það er manneskja sem býr á hæðinni fyrir ofan, sem bíður eftir því að komast inn til sín til að geta þrifið hjá sér og lagað dótið sitt. Honum er alveg sama um það.“

Aðspurð segir Margrét að íbúðin geti vel orðið íbúðarhæf á ný með réttri hreinsun, en þar stendur hnífurinn í kúnni.

„Kerfið er að klikka, það vantar algjörlega eitthvert ferli sem tekur við manni ef maður lendir í svonalöguðu. Þegar kviknar í þá kemur slökkviliðsbíll og slekkur eldinn, búið. Síðan tekur ekkert við og maður einn á báti, ráðalaus.“

Hún upplifir sig fasta í sömu stöðu og hún var í strax eftir brunann: „Ég stóð berfætt, á brókinni og hlýrabol, þarna fyrir utan þegar fólk úr menntaskólanum kom og lánaði mér úlpu. Og that´s it. Ég er eiginlega enn bara stödd á brókinni og ekkert hefur breyst.“

Getum við eitthvað aðstoðað í þessum hremmingum?

Þessarar spurningar spyr vinkona Margrétar, María Berglind Oddsdóttir. María hefur hrint af stað fjársöfnun fyrir Margréti, og fylgir söfnuninni úr hlaði með þessum orðum:

„Það er þannig í lífinu að utanaðkomandi hlutir hafa áhrif á okkar tilveru. Fyrir nokkru kviknaði i á neðri hæðinni á Amtmannstíg hjá vinkonu okkar, Margréti Víkingsdóttur. Það sorglega var að því miður lést nágranni hennar til 23 ára Halldór Bragason blúsmeistari. Íbúðirnar eru óíbúðahæfar og enginn veit í hvað það mun taka langan tíma að koma öllu í stand. Allt hennar að mestu ónýtt af reyk og sóti og spurning hvenær hún fær heimilið sitt til baka. Hún er ekki með innbústrygginu svo hún þarf að taka á sig þennan skell, þó svo að bruninn sé ekki frá hennar íbúð. Það er ýmislegt sem að hefur klikkað í þessu hjá tryggingafélagi hans og erfingi eignarinnar hefur ekki gert neitt til að hægt sé að halda áfram með hreingerningar, viðgerðir og annað. Svo nú ennþá eftir 3 mánuði er óbreytt staða. Það er ekkert sem grípur fólk í þessarri stöðu, að eiga óíbúðahæfa íbúð vegna bruna í næstu íbúð. Hún er á okkar Íslenska góða lífeyri svo þetta er mikið högg. Getum við eitthvað aðstoðað í þessum hremmingum. Margt smátt gerir eitt stórt.“

Reikningsupplýsingar: Kt:040856-5289 – 0101-26-40856

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni