fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Hundum boðið í bíó

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2024 09:43

Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öllu hundafólki er boðið að koma með hundana sína ókeypis í Bíó Paradís sunnudaginn 10. nóvember kl. 14 á gamanmyndina, Hundur fyrir rétti (Dog on Trial).

„Allir hundaeigendur sem mæta með hund á þessa sérlegu hundasýningu fá frítt in og það verður hundanammi til sölu í sjoppunni. Hundarnir geta fengið sérsæti meðan pláss leyfir en eigendur þeirra mega líka hafa þá sætinu hjá sér ef þeir vilja,segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís. Hún minnir á að allir hundar eru á ábyrgð eigenda sinna á bíósýningunni.

Hrönn segir að myndin sé bráðfyndin saga um ungan kvenlögfræðing sem sérhæfir sig í að verja dýr. Hún tekur að sér vonlaust mál, að verja hund sem á sér engar málsbætur. Myndin vann Palm Dog, sérleg hundaverðlaun á kvikmyndahátíðinni Cannes 2024. Kvikmyndin var frumsýnd í vikunni sem opnunarmynd Evrópsks kvikmyndamánuðar sem stendur til 7. desember. 

„Við hér í Bíó Paradís ákváðum að brydda upp á einhverju skemmtillegu og krúttlegu. Það veitir ekki af í skammdeginu og allri pólitíkinni í kringum okkur í ofanálag. Við hlökkum til að sjá hvernig viðtökurnar verða en erum ekki í vafa um að þetta verður sérlega skemmtilegt sunnudagsbíó,segir Hrönn sem tekur fram að myndin, Hundur fyrir rétti, er nú í sýningum í Bíó Paradís. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni