fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Bíll Kristins brann til kaldra kola í Víðigerði – „Svo áttaði ég mig á því að ég var ekkert að fara að slökkva þetta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 9. nóvember 2024 10:35

Svona leit bíllinn út eftir brunann. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta fór allt saman vel, það er mikil mildi,“ segir Kristinn Bjarnason, framkvæmdastóri North West, veitingastaðarins og hótelsins í Víðigerði í Víðidal, en bíllinn hans brann til kaldra kola um kvöldmatarleytið í gær.

Um er að ræða Nissan Qashqai, árgerð 2018, bíl sem virtist í ágætu standi. Fyrr um daginn hafði Kristinn látið setja nagladekk undir bílinn og þvegið hann hátt og lágt.

Svo óheppilega vildi til að bíllinn var nálægt húsinu í Víðigerði þegar kviknaði í honum.

„Bílnum var lagt hérna fyrir aftan hús, við vorum bara heppin að það reyndist vera nógu langt frá húsinu. Það er timburklæðning á húsinu þarna að aftan og fullt af vörubrettum við húsið, þannig að það var mikil heppni að ekki fór verr,“ segir Kristinn í viðtali við DV.

„Ég ætlaði að fara og drepa á honum þegar ég verð var við smá reyk. Ég opna bílhurðina og þá sé ég eldglærur niður undan mælaborðinu. Það tók mig svona 15 sekúndur að meðtaka þetta: Er virkilega kviknað í bílnum mínum? Síðan hljóp ég inn og náði í vatnsslöngu sem er heppilega staðsett þannig að ég gat komið henni út, og slökkvitæki var ég með líka. Ég baunaði á þetta heillengi en svo áttaði ég mig á því að ég var ekkert að fara að geta slökkt þetta. Það var fullur tankur af eldsneyti á honum þannig að ég vildi ekki vera of nálægt honum lengi. Þá hljóp ég bara af stað, það er starfsmannahús þarna og ég lét rýma hótelberbergi sem snýr inn í portið. Ég hringdi út um allt og lét boð út ganga um að fólk kæmi ekki nálægt húsinu. Það var hringt í slökkviliðið og síðan voru þetta 15-20 óþægilegar mínútur þar sem maður var að fylgjast með þessu og vona að eldurinn næði ekki húsinu. Sem betur fer gerði hann það ekki, svo kom slökkviliðið og bara tæklaði þetta mál.“

Greiðlega gekk að slökkva eldinn eftir að slökkvilið kom á vettvang. Kristinn gaf skýrslu hjá lögreglu samkvæmt venju en næst á dagskrá er að hafa samband við tryggingafélagið. „Þeir eru væntanlega með svona mál á hreinu, það er auðvitað ekkert eðlilegt við þetta, bíll á að geta verið í lausagangi án þessa að hann brenni.“

Örlitlar skemmdir urðu á húsinu vegna brunans: „Það sprakk rúða í glugga sem sneri að bílnum, það sér aðeins á útidyrahurðinni og ruslatunnunum. En það var mikil mildi að ekki fór verr.“

Kristinn skýrir blaðamanni frá því að aðaltjónið hafi raunar verið tilfinningalegt, forláta geisladiskur með hljómsveitinni Supertramp:

„Það voru nokkrir helvíti góðir geisladiskar inni í honum, meðal annars tónleikaupptökur með Supertramp sem eru ekki til á netinu. Ég þarf að grúska eftir því,“ segir Kristinn, léttur í bragði þrátt fyrir þennan ískyggilega atburð, enda fór betur en á horfðist og aðalatriðið er að engan sakaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Viktoría komin inn á gistiheimili í Tbilisi en allt í óvissu – „Það átti bara að dömpa henni út af Schengen-svæðinu“

Viktoría komin inn á gistiheimili í Tbilisi en allt í óvissu – „Það átti bara að dömpa henni út af Schengen-svæðinu“
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur þjóðin að segja um ákvörðun Bjarna – „Húrra, húrra“ – „Síðasti séns fyrir Bjarna að senda fokkmerki til þjóðarinnar“

Þetta hefur þjóðin að segja um ákvörðun Bjarna – „Húrra, húrra“ – „Síðasti séns fyrir Bjarna að senda fokkmerki til þjóðarinnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag