fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Guðlaugur Níelsson er látinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. nóvember 2024 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Níelsson, fyrrum verslunarstjóri hjá Bræðrunum Ormsson, er látinn, 68 ára að aldri eftir erfiða baráttu við Alzheimer. Frá þessu greinir bróðir hans, Gústaf Níelsson sagnfræðingur, á Facebook:

„Gulli bróðir er látinn. Hann féll fyrir hinum illvíga sjúkdómi Alzheimers, sem engum eirir, nái hann taki. Síðustu tvö árin voru honum og fjölskyldu hans afar þungbær, enda vissu allir í hvað stefndi. Nú kveðjum við góðan dreng, sem var hvers manns hugljúfi, en minningin lifir. Hann heimsótti mig oft til Spánar meðan hann hafði krafta til þess og áttum við margar góðar stundir. Nú fer ég til Íslands til þess að fylgja honum síðasta spölinn.“

Guðlaugur lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn. Hann og fjölskylda hans ræddu opinskátt um sjúkdóminn eftir að hann greindist. Guðlaugur, eða Gulli eins og hann var kallaður, sagði í samtali við Vísi í tilefni Alþjóðlega alzheimerdagsins árið 2019 að honum hafi grunað að eitthvað amaði að honum áður en hann greindist. „Það var eitthvað að gerast og svo fór ég til læknis og þá fór allt í gang og þetta var bara alzheimer og ekkert hægt að gera í sjálfu sér. Hætti að vinna og það bara breytist allt. Mjög erfitt að gera þetta en maður heldur áfram“. Guðlaugur taldi mikilvægt að tala opinskátt um sjúkdóminn.

Síðar ræddi eiginkona hans, Ragnar Þóra Ragnarsdóttir, um baráttuna í samtali við Lifðu núna árið 2022. Þar tók hún fram að það þurfi heilt þorp til að aðstoða Alzheimersjúklinga. Hún og Gulli væru heppin með fólk. Hún lét sérstaklega vel af Alzheimersamtökunum og Hlíðabæ, heimili fyrir fólk með heilabilun.
„Þangað fer hann daglega og hittir fólk sem er eins og hann. Það var svo sætt þegar ég sótti hann einu sinni en þá sagði hann „Þau eru svona alveg eins og ég“. Það er jafn mikilvægt fyrir Alzheimersjúklinga og aðra að geta samsamað sig öðru fólki“. Ragna tók fram að það væri mikilvæg að opna umræðuna.

Gústaf tók eins þátt í að opna umræðuna en í samtali við Mannlíf 2022 þar sem hann ræddi opinskátt um sársaukann sem fylgir því að horfa á framgang Alzheimer hjá ástvin „þessa andstyggilega sjúkdóms, sem nútímalæknisfræði kann engin ráð við. Ég eygi enga von fyrir Gulla og verð bara að sætta mig við þetta. Hvað svo sem er bakvið hornið í læknavísindunum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“
Fréttir
Í gær

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti
Fréttir
Í gær

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkað um helming á rúmum þremur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkað um helming á rúmum þremur árum
Fréttir
Í gær

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum