fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Fréttir

Þórður bendir á holan hræðsluáróður, svikin loforð og örvæntingu Bjarna – „Þess í stað er hann farinn að skera út grasker“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar, segir Sjálfstæðismenn beita kunnuglegri taktík í kosningabaráttunni. Nema að þessu sinni, í stað þess að lofa upp í ermina á sér eins og síðast, eigi að ýta undir ótta landsmanna við breytingar.

Þórður rekur, í aðsendir grein á Vísi, að tveimur dögum fyrir síðustu Alþingiskosningar hafi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifað tvær greinar sem birtust í fjölmiðlum. Báðar áttu það sameiginlegt að þar reyndi Bjarni að sannfæra kjósendur um að Sjálfstæðisflokkurinn einn gæti fært þjóðinni stöðugleika. Aðrir flokkar byðu upp á „útblásna loforðalista“ sem myndu kosta landsmenn með skuldsetningu og skattahækkunum. Í annarri greininni stóð: „Það er ekki hægt að senda reikn­ing­inn fyr­ir lof­orðal­ist­un­um eitt­hvað annað. Það verður eng­inn bet­ur sett­ur ef kosn­ingalof­orðin enda í hærri af­borg­un­um um mánaðamót­in, hærri skött­um á launa­seðlin­um og hærra verði á kass­an­um úti í búð.“

Hvernig gekk þetta eftir?

Tíu mánuðum eftir að Bjarni skrifaði greinarnar var verðbólga á Íslandi komin upp í tæp tíu prósent og matarkarfan hafði hækkað gríðarlega. Til að stemma stigu við þessu hafi Seðlabanki Íslands vaðið í vaxtahækkanir og innan við tveimur árum síðar voru stírivextir 9,25 prósent.

„Afleiðingin var sú að afborganir tugþúsunda Íslendinga af húsnæðislánum þeirra hefur hækkað mjög, mjög, mjög mikið. Það sem heimilin borga í vexti á ári var 40 milljörðum krónum meira í fyrra en tveimur árum áður. Þetta þurfa heimilin að takast á við á sama tíma og kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra, það sem situr eftir í veskinu eftir að skattar og gjöld hafa verið greidd, hafi dregist saman það sem af er ári og að tugir þúsunda heimila eigi nú þegar erfitt með að ná endum saman um mánaðamót.“

Þrátt fyrir yfirlýsingar Bjarna fyrir kjördag hafi útgjöld ríkisins aukist, ríkissjóður var rekinn með miklum halla og skuldir jukust umtalsvert, eða svo mikið að nú þar ríkið að greiða um 114 milljarða króna í vexti á ári.

„Samkvæmt áætlun á ríkið að afla minni tekna en það eyðir í alls níu ár í röð. Þetta var gert til að fjármagna skattalækkanir á breiðu bökin, til þess að hlífa stórfyrirtækjum við að borga sanngjarnt auðlindagjald samhliða því að velferðarkerfin voru fjársvelt.“

Fyrir rúmu ári hafi Bjarni skrifað á samfélagsmiðla að endanlegi mælikvarði á hagstjórn og efnahagsmál Íslands væru kjör fólksins. Þórður segir að út frá þessum kvarða sem Bjarni skilgreindi sjálfur sé niðurstaðan ljós: „falleinkunn“.

Innantómur áróður eftir svikin loforð

Nú skrifi Bjarni ekki lengur um stöðugleika. Nú eigi að beita hræðslunni. „Þess í stað er hann farinn að skera út grasker og vara við skattahækkunum annarra. Þess vegna er megininntak kosningabaráttu flokks hans að reyna að hræða kjósendur frá því að kjósa breytingar.“

Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu ekki við loforð sín og nú sé gripið á það ráð að beita innantómum áróðri. Þórður segir að Samfylkingin ætli að endurheimta stöðugleika, ekki með því að þyngja skattbyrði vinnandi fólks, heldur með því að taka til í rekstri ríkisins, með því að afla nýrra tekna og með því að skattleggja breiðu bökin.

„Með þessum skrefum munu vextir lækka og ofurskatturinn sem núverandi ríkisstjórn lagði á heimilin í landinu verður aflagður. Það er stærsta kjarabót sem venjulegt fólk getur fengið. Með þessum skrefum verða velferðarkerfin líka endurreist. Með þeim verður hægt að ráðast í stórátak í atvinnu- og samgöngumálum. Með þessu verður hægt að ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum til skemmri tíma og taka ábyrgð á því að þau þróist með réttum hætti til lengri tíma.

Með þessu verður hægt að gera allt það sem Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn lofuðu fyrir síðustu kosningar en stóðu ekki við, og mikið meira.

Verum ekki hrædd við breytingar. Hlökkum frekar til þeirra og lítum framhjá innantómum áróðrinum. Kjósum Samfylkinguna og uppfærum Ísland til hins betra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni