fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Fréttir

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. nóvember 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það geng­ur margt á í kosn­inga­bar­áttu á hverj­um tíma – flest af því mál­efna­legt, annað fyndið og skemmti­legt en svo fell­ur sumt í flokk tragíkómíkur. Tvö nýleg dæmi koma upp í hugann,” segir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar skýtur hann á Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, vegna myndbands sem Sjálfstæðisflokkurinn birti á samfélagsmiðlum fyrir helgi þar sem Bjarni sást skera út grasker í gróðurhúsi í Garðabænum.

„Ef menn héldu út til enda þá snéri hann grasker­inu við og þar stóð „Vinstri stjórn“ sem var að sögn for­manns­ins það hræðileg­asta sem gæti komið fyr­ir ís­lenska þjóð,“ segir Bergþór sem bætir við að þessu sé hann sammála.

„En gall­inn er hins veg­ar sá að formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins bauð ís­lensku þjóðinni sjálf­ur upp á vinstri­stjórn síðastliðin sjö ár og tók svo við stjórn­artaum­un­um í þeirri sömu vinstri­stjórn und­ir lok­in. Afrakst­ur þess­ara sjö ára af vinstri­stjórn í boði Sjálf­stæðis­flokks­ins er auðvitað öll­um kunn­ur – orku­skort­ur, óstjórn í út­lend­inga­mál­um, útþanið rík­is­bákn og óráðsía í rík­is­fjár­mál­um sem skil­ar í dag háum vöxt­um og lang­vinnri verðbólgu,“ segir Bergþór og heldur áfram:

„En svo til að taka af all­an vafa um fót­festu­leysið skelltu þeir loft­menni á þak Val­hall­ar sem dans­ar um eins og lauf í vindi – svo­lítið eins og þing­flokk­ur­inn á köfl­um síðustu ár.“

Bergþór nefnir svo annað dæmi af Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, sem „hefur setið í sömu vinstristjórn“ og Bjarni síðastliðin sjö ár.

„Hann ákvað á dög­un­um að gagn­rýna eigið ráðal­eysi við stjórn lands­ins hvað varðar aðlög­un þeirra sem hingað flytj­ast frá öðrum lönd­um. Hann var reynd­ar ekki bú­inn að læra nýju fras­ana frá aug­lýs­inga­stof­unni utan að og las þá því upp af snjallsím­an­um sín­um í beinni,“ segir hann.

„Formaður­inn sagði að ef út­lend­inga­vandi væri yfir höfuð til staðar, þá fæl­ist hann í því að okk­ur hefði meðal ann­ars ekki tek­ist að kenna þeim sem hingað koma ís­lensku. Þarna gleymdi hann, eða aug­lýs­inga­stof­an, ef­laust að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur haldið á mennta­mál­um í meg­in­at­riðum á líf­tíma vinstri­stjórn­ar­inn­ar síðustu sjö ár.“

Bergþór segir að þetta hafi minnt hann á á strút­inn sem sting­ur höfðinu í sand­inn þegar vandi eða hætta steðjar að.

„Verra er ef strút­ur­inn reyn­ir að sann­færa fólk um að þetta sé samt allt að koma – þegar ekk­ert bend­ir til að svo sé und­ir hans stjórn,“ segir hann og endar grein sína á þessum orðum:

„En það er kom­inn tími til að leggja tragíkómíkinni, beita skyn­sem­inni og ná ár­angri fyr­ir Ísland. Miðflokk­ur­inn ger­ir það sem hann seg­ist ætla að gera og ár­ang­ur okk­ar fólks þegar tæki­færi gafst er öll­um ljós. Við sting­um ekki hausn­um í sand­inn held­ur horf­umst í augu við rót hvers vanda og ráðumst að hon­um með skyn­sem­ina að vopni. Virkj­um, byggj­um, stjórn­um landa­mær­un­um og lækk­um skatta. Þetta er ekki flókið, með Miðflokkn­um. Áfram Ísland.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni