fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Flokkarnir brillera á TikTok – Georg Bjarnfreðarson endurvakinn, gáttuð Inga, Halla á Metro, Bjarni bregður á leik og margt fleira

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. nóvember 2024 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp er runninn kjördagur, þó að það sé kannski ekki hægt að segja að hann sé skýr og fagur, bæði hvað varðar veðurspá á landinu og hvað varðar ósamræmi í skoðanakönnunum.

Það verður því spennandi að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum og hvenær kjörkassarnir skila sér á rétta staði.

Við upphaf kosningabaráttunnar gerði Eyjan smá úttekt á því hvernig flokkarnir voru að nýta sér miðilinn TikTok til að ná til kjósenda. Það sýndi sig í forsetakosningunum í vor hvað sá miðill getur skipt miklu en Halla Tómasdóttir, sem bar afgerandi sigur úr býtum, náði sérstaklega vel til yngri kjósenda þökk sé, meðal annars, öflugri herferð á TikTok.

En hver er staðan núna á lokasprettinum?

Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðisflokkurinn fær titilinn hástökkvari kosningabaráttunnar á TikTok. Flokkurinn var með 742 fylgjendur um miðjan október og aðeins 6.309 „læk“. Staðan er töluvert betri í dag. Fylgjendur eru nú rúmlega 2 þúsund og læk 28,2 þúsund.

Það er kannski engin furða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur séð hvað Halla Tómasdóttir gerði vel á miðlinum og ákvað að leika þann leik eftir. Því fékk flokkurinn Eyþór Aron Wöhler, knattspyrnumann og áhrifavald, í lið með sér en hann var einmitt áberandi í samfélagsmiðlateymi Höllu.

Myndböndin sem flokkurinn hefur birt undanfarna mánuði eru því mun léttari, vísa meira í poppmenningu og sýna mannlegri hliðarnar á frambjóðendum. Meðal þeirra myndbanda sem hafa vakið mesta athygli eru myndband af Bjarna Benediktssyni að skera út grasker, myndband af Bjarna baka pitsu og svo má finna fleiri gullmola eins og þetta myndband:

@sjalfstaedisflokkurinn Kjósum Sjálfstæðisflokkinn á laugardaginn og höldum svo gleðileg jól. Ástin er allsstaðar! #kosningar2024 #sjálfstæðisflokkurinnflokkurinn #fypyp #jól ♬ original sound – Sjálfstæðisflokkurinn

Og myndband þar sem Áslaug Arna er mætt á stefnumót.

@sjalfstaedisflokkurinn @Áslaug Arna #sjalfstæðisflokkurinn #kosningar2024 #fyp #fyrirþig ♬ Careless Whisper – George Michael

Samfylkingin

Samfylkingin hefur líka bætt nokkuð fylgi sitt á TikTok. Um miðjan október voru fylgjendur 580 og „læk“ 2.754. Nú eru fylgjendur 1686 og „læk“ 18,1 þúsund. Áður einkenndust myndböndin mikið af formanni flokksins, Kristrúnu, en nú má finna aðra frambjóðendur þar, eða „aukaleikarana“.

Myndbandið sem hefur vakið hvað mesta athygli er klippa þar sem Kristrún Frostadóttir svarar spurningu fjölmiðlamannsins Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum en Samfylkingin segir að þar hafi formaðurinn „pakkað saman skattaþælu Sjálfstæðisflokksins“.

@samfylkinginKristrún pakkaði saman skattaþvælu Sjálfstæðisflokksins. Næsta mál 🔥♬ original sound – samfylkingin

Og svo þetta krúttlega myndband:

@samfylkingin Þú getur nálgast ýmsan varning á kosningamiðstöðvum okkar um allt land #kosningar #samfylkingin #kosningar2024 ♬ original sound – samfylkingin

 

Viðreisn

Viðreisn hefur líka margfaldað TikTok-fylgið. Áður voru fylgjendur 468 en eru nú 2405. „Lækum“ hefur fjölgað úr tæplega þremur þúsund í 38,9 þúsund. Myndböndin sýna mörg Jón Gnarr gera það sem hann gerir best og slá á létta strengi, en eins hafa myndbönd vakið athygli þar sem flokkurinn tekur púlsinn á framhaldsskólanemum og myndbönd þar sem er aðeins meira farið á dýptina.

@vidreisn Icons🐐🧡 #fyrirþig #vidreisn #alþingi #x24 #frelsi ♬ Everybody Wants To Rule The World X Electric Love – darcy stokes

@vidreisn Allir að kjósa🫵🏻💥 #fyrirþig #alþingi #x24 #vidreisn #frelsi ♬ original sound – Viðreisn

Flokkur fólksins

Flokkur fólksins hafði komið sér nokkuð þægilega fyrir á TikTok áður en kosningabaráttan fór á fullt. Fylgjendur voru 1.599, en eru nú 3066. „Læk“ voru 20 þúsund en eru nú 43,4 þúsund. Myndböndin voru áður með alvarlegum tón og flokkurinn hefur haldið áfram að birta slík myndbönd þar sem athygli er vakin á þeim hópum sem standa höllum fæti í samfélaginu. Má þar til dæmis nefna eldræðu sem formaðurinn, Inga Sæland, fór með á þingi málþingi SÁÁ, en myndbandið sem hefur þó vakið mesta athygli er klippa úr þættinum Af vængjum fram þar sem Inga var spurð hvaða þingmanni hún vildi giftast, hverjum hún vildi ríða og hvern hún myndi drepa.

@flokkurfolksins Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók þátt í skemmtiþættinum „Af vængjum fram“ þar sem hún smakkaði sífellt sterkari kjúklingavængi og ræddi lífið og stjórnmálin. Þáttinn má finna í heild sinni á Vísir.is #islenskt #islensktiktok ♬ original sound – Flokkur fólksins

Að ógleymdu myndbandi af Ingu að syngja.

Miðflokkurinn

Miðflokkurinn mætti með læti á TikTok í september og náði á skömmum tíma að næla sér í 909 fylgjendur og 3.204 „læk“. Fylgjendur eru nú 2.700 talsins og „læk“ eru 23,1 þúsund. Flokkurinn leggur áherslu á gæði umfram magn hvað birtingu varðar svo myndböndin eru fá en vekja flest þó nokkra athygli.

Framsókn

Framsókn mætti fyrst á TikTok fljótlega eftir að boðað var til kosninga. Fylgjendur voru því um miðjan október aðeins 31 og „lækin“ 38. Staðan hefur að sjálfsögðu batnað nokkuð á þeim vikum sem hafa nú liðið. Fylgjendur eru í dag 1163 og „læk“ 10,8 þúsund.

Myndböndin eru létt og er þar gjarnan skotið á aðra flokka. Til dæmis í þessu myndbandi þar sem spjótunum er bæði beint að Donald Trump Bandaríkjaforseta sem tók stutta vakt á McDonalds því hann hreinlega trúði því ekki að mótframbjóðandi hans, Kamala Harris, hefði unnið þar. Framsókn sendi Höllu Hrund á Metro og veltir því fyrir sér hvort Miðflokkurinn trúi því að hún hafi í raun unnið þar sem ung kona.

@framsoknMiðflokkurinn spyr sig líklega hvort þetta sé satt?♬ Santa Baby – Laufey

Og svo þetta:

@framsokn 🤡 #kosningar2024 @Snorri Másson ritstjóri ♬ Funny – Gold-Tiger

Píratar

Píratar á TikTok fóru úr 478 fylgjendum í 1063 og úr 4162 „lækum“ í 17,1 þúsund. Píratar eru mjög virkir á TikTok og hafa notað miðilinn til að slá á létta strengi, til að kynna frambjóðendur og stefnumál og loks til að gagnrýna stjórnvöld.

Vinsælasta myndbandið síðustu vikuna er klippa úr kappræðum Stöðvar 2 þar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sakaði Sigmund Davíð Gunnlaugsson um að ljúga í beinni útsendingu.

@piratar.xp Píratar koma til dyra eins og þau eru klædd og segja hlutina alltaf eins og þeir eru. Er ekki kominn tími til að gefa spillingunni frí? 🤪 #kjóstuöðruvísi #x24 #kosningar2024 #kosningar #píratar #fyp #íslenskstjórnmál #íslenskt #pólitík #fyrirþig #íslensktiktok @Sunna_Pírati ♬ original sound – Píratar XP

Í öðru myndbandi sem vakti nokkra athygli tóku Píratar stöðuna á háskólanemum.

@piratar.xp Hvað vill unga fólkið sjá breytast í íslensku samfélagi? Píratar hlusta á stúdenta. ✊💜 @teddilebig ♬ original sound – Píratar XP

Sósíalistaflokkur Íslands

Sósíalistar voru seinir til á TikTok og birtu fyrsta myndbandið þar fyrir um þremur vikum síðan. Fylgjendur eru 541 og „læk“ 2.858. Myndbandið sem hefur vakið mesta athygli er klippa úr leiðtogaumræðum RÚV þar sem Davíð Þór Jónsson leiðréttir rangfærslur um flóttamannastrauminn til Íslands.

@sosialistaflokkurisland Ekkert rugl. Tölum bara um staðreyndir. #mannúð #félagshyggja #réttlæti #jöfnuður #sósíalistaflokkurinn #xj24 #xj ♬ original sound – Sósíalistaflokkur Íslands

 

Vinstri Græn

Vinstri Græn tóku við sér á TikTok í lok október. Fylgjendur hafa farið frá 94 yfir í 543 og „lækum“ fjölgað úr 377 í 5.653.

Eitt myndband hefur sérstaklega slegið í gegn en þar sýnir flokkurinn klippu úr hlaðvarpi Frosta Logasonar þar sem frambjóðandi Miðflokksins, Snorri Másson, segist ekki vera femínisti. Vinstri Græn sýna svo að þeirra frambjóðendur séu ekki feimnir við að kalla sig femínista.

@vinstri_graen Á meðan þriðjungur kvenna verður fyrir kynbundnu ofbeldi þá þurfum við feminisma, líka á Alþingi. Ein af grunnstefnum VG er kvenfrelsi. #fyp #fyrirþig #feminismi #kosningar @Mummi Guðbrands @Finnur Ricart Andrason ♬ original sound – vinstri_graen

Lýðræðisflokkurinn

Lýðræðisflokkurinn er líka mættur á TikTok og er þar með 824 fylgjendur og 11,4 þúsund læk. Vinsælasta myndbandið skýtur föstum skotum á þá flokka sem ætla sér að banna bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

@lydraedisflokkurinn Við skulum ekki banna hitt og þetta. Gerum þetta skynsamlega. X-L Hugsum stórt. Fyrir land og þjóð 🇮🇸📈 #ísland #íslenskt #fyrirþig #fyp #kosningar #x24 ♬ original sound – Lýðræðisflokkurinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“
Fréttir
Í gær

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Í gær

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum