fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Rússar gáfu Norður-Kóreu „sérstaka“ gjöf

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2024 21:00

Kim Jong-Un og Pútín heilsast í heimsón þess fyrrnefnda til Rússlands í september 2023.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars hafa Rússar sent eina milljón olíutunna til Norður-Kóreu þrátt fyrir að það sé algjörlega óheimilt vegna þeirra refsiaðgerða sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett á einræðisríkið.

BBC segir að með greiningu á gervihnattarmyndum frá Open Source Centre sjáist að þetta mikla magn olíu hafi verið sent til Norður-Kóreu. En ekki nóg með það, því Rússar hafa einnig sent loftvarnaflaugar til einræðisríkisins en það er einnig óheimilt vegna refsiaðgerðanna.

David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, segir það ekkert leyndarmál að Rússar hafi látið Norður-Kóreu fá olíu í skiptum fyrir vopn og þá hermenn sem Norður-Kórea hefur sent til að berjast með Rússum gegn Úkraínumönnum.

Talið er að minnsta kosti 10.000 norðurkóreskir hermenn séu komnir til Rússlands og berjist nú með Rússum í Kúrsk-héraðinu. Fréttir hafa borist af því að koma norðurkóresku hermannanna hafi ekki verið vandræðalaus vegna mikillar notkunar þeirra á klámi og flóttatilrauna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Halla Gunnarsdóttir nýr formaður VR

Halla Gunnarsdóttir nýr formaður VR
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Listamenn sárir yfir „óþarflega móðgandi“ synjunarbréfum- „Þetta þarfnast skýringa og afsökunarbeiðni til listamanna, sem er réttilega misboðið“

Listamenn sárir yfir „óþarflega móðgandi“ synjunarbréfum- „Þetta þarfnast skýringa og afsökunarbeiðni til listamanna, sem er réttilega misboðið“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi óskuðu eftir endurtalningu – Kjörstjórn telur sig ekki bæra til að fjalla um erindið

Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi óskuðu eftir endurtalningu – Kjörstjórn telur sig ekki bæra til að fjalla um erindið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Verður íslensku kúnni skipt út fyrir norrænar rauðar kýr? Við gætum grætt vel á því

Verður íslensku kúnni skipt út fyrir norrænar rauðar kýr? Við gætum grætt vel á því
Fréttir
Í gær

Inga Sæland grjóthörð: „Mér leiðast þessi hallærislegu skilaboð“

Inga Sæland grjóthörð: „Mér leiðast þessi hallærislegu skilaboð“
Fréttir
Í gær

Hversu nákvæmar voru kannanir? – Vanmátu fylgi Flokks fólksins um nærri 3 prósent

Hversu nákvæmar voru kannanir? – Vanmátu fylgi Flokks fólksins um nærri 3 prósent