fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Margdæmdi svikahrappurinn Jón Birkir segist ekki vera vændiskonan Brynhildur Þórdís sem gefur þó upp reikningsnúmer hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook-notandi undir nafninu Brynhildur Þórdís hefur undanfarið boðið blíðu sína gegn því að lagðir séu fjármunir inn á bankareikning. Blíða hennar kostar 30 þúsund krónur en hún mælist til að lagðar séu inn á reikninginn 10 þúsund krónur fyrirfram til að af stefnumóti geti orðið.

Reikningsupplýsingarnar sem Brynhildur gefur upp tilheyra hins vegar manni að nafni Jón Birkir Jónsson. Segir hún að reikningurinn tilheyri ættingja hennar. Jón Birkir þessi er margdæmdur fyrir ýmis brot, sérstaklega fjársvik. Hann neitar því að standa að baki Facebook-aðganginum Brynhildur Þórdís þó að sá notandi reyni að fá menn til að leggja fé inn á reikning hans.

Maður einn hafði samband við DV, en Brynhildur Þórdís hafði sent honum vinabeiðni og eftir samþykki boðið honum blíðu sína. Maðurinn segist strax hafa áttað sig á því að brögð væri í tafli og átti í rafrænum samskiptum við Brynhildi Þórdísi til að afla gagna. Meðal skjáskota sem maðurinn sendi DV af þeim samskiptum eru þessi skilaboð frá Brynhildi Þórdísi:

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir utan þá staðreynd að vændiskaup eru refsiverð þá vaknar sú tilhugsun að þessi fjársvikatilraun sé þannig vaxin að fáir ættu að falla fyrir henni. En maðurinn sem leitaði til DV með þessar upplýsingar bendir á að þeir sem séu líklegir til að falla fyrir þessum prettum séu væntanlega veikir fyrir. „Hann reynir að finna fólk sem gengur kannski ekki heilt til skógar og svíkja út úr því fé. Hann er mjög siðlaus, þessi maður,“ segir viðmælandi DV, en hann þekkir til ferils Jón Birkis. Það gerir DV líka.

„Ég er snargeðveikur“

DV fjallaði fyrst um Jón Birki í prentútgáfu blaðsins árið 2016. Hann hafði þá um árabil herjað á notendur Bland.is, öðlast traust þeirra með liprum samskiptum og vilyrðum um afslátt og fengið fólk til að greiða sér fyrirfram fyrir vörur sem síðan voru aldrei afhentar. Meðal annars sveik hann út fé af fólki sem vildi komast yfir miða á knattspyrnulandsleik Íslands og Króatíu árið 2013, í umspili fyrir HM.

DV ræddi þá við Jón Birki sem gekkst við brotum sínum. Var hann mjög opinskár við blaðamann DV og sagði:

„Þetta er ljóta ruglið, ég verð að hætta þessu. Ég er snargeðveikur og er með svo margar greiningar að þú fengir hausverk ef ég teldi þær upp.“

Jón Birkir kenndi fíkniefnaneyslu sinni um þær ógöngur sem hann hafði komið sér í: „Ég vildi óska að ég hefði aldrei svikið allt þetta fólk né byrjað að neyta eiturlyfja.“

Dæmdur fyrir langan hala af svikabrotum

DV fjallaði næst um Jón Birki árið 2019 en þá féll dómur yfir honum í Héraðsdómi Norðurlands eystra, fyrir langan hala af fjársvikum. Voru brotin alls 22 talsins, öll framin árið 2018. Meðal annars bauðst hann til að selja konu tvo miða á tónleika Dimmu í Bæjarbíó í Hafnarfirði, fékk konuna til að millifæra á sig andvirði miðanna og afhenti þá síðan aldrei.

Hann bauðst til að selja manni nagladekk fyrir 43.000 krónur sem hann fékk greiddar en afhenti aldrei dekkin. Samskonar brot voru framin varðandi sölu á bílvél, Playstation tölvu og ýmsu öðru. Væntanlegir kaupendur millifærðu fjármuni inn á reikning Jóns Birkis en fengu vörurnar aldrei sendar.

Jón Birkir játaði brot sín fyrir dómi, en eins og kemur fram að ofan hefur hann verið hreinskilin um framferði sitt. Var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi.

Sakaferill Jóns Birkis nær allt aftur til ársins 2006. Árið 2009 var hann dæmdur fyrir skjalafals, ránstilraun, brot gegn valdstjórninni, hótanir og umferðarlagabrot.

„Hætti svona rugli eftir 2019“

„What nei alls ekki hætti svona rugli eftir 2019,“ segir Jón Birkir í textaspjalli við DV þegar hann var spurður hvort hann væri að villa á sér heimildir og reyna að fá menn til að leggja fé inn á sig, undir merkjum konu að bjóða blíðu sína.

Jón Birkir svaraði skilaboðum DV um tveimur klukkustundum eftir að hann hafði séð þau og eftir að DV hafði margsinnis reyna að hringja í hann. „Því hringir þú svo skart?“ skrifaði hann og undraðist endurteknar tilraunir DV til að ná símasambandi við hann.

Er DV óskaði skýringa á því hvers vegna aðili, sem þykist vera að bjóða blíðu sína, væri að beina greiðslum fyrir blíðuna inn á hans reikning, skrifaði hann:

„Ég leyfði stelpu að leggja inná mig skal senda þér sjáðu heimskt af mér.“ – Ekki bárust nein gögn um þetta frá Jóni Birki né gat hann skýrt út hvernig þessi fullyrðing er skýring á því sem hér er til umfjöllunar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti
Fréttir
Í gær

„Örvænting“ í Rússlandi vegna hruns rúblunnar

„Örvænting“ í Rússlandi vegna hruns rúblunnar
Fréttir
Í gær

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum
Fréttir
Í gær

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Í gær

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“
Fréttir
Í gær

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd