fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Brá í brún þegar hann sá verðið sem matarinnkaupin áttu að kosta – 548.273 krónur

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 14:30

Myndin er úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytandi minnir fólk á að skoða upphæðina í verslunum áður en greitt er fyrir matarinnkaupin.

„Ég fór í Nettó í gær og þurfti að kalla á starfsmann til að láta hann vita að ég hefði ekki efni á 380 grömmum af hreindýra kjöti,“ segir karlmaður einn með gamansömum tón í færslu í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi. 

Hópurinn sem er á vegum verðlagseftirlits ASÍ er ætlaður sem vettvangur fyrir ábendingar um verðhækkanir hjá fyrirtækjum en einnig fyrir almenna umræðu um allt sem tengist verðlagi og neytendamálum í víðara samhengi. Markmið hópsins er virkja samtakamátt neytenda og auka aðhald með fyrirtækjum.

„Ég er ekki að kvarta yfir búðinni enda voru þetta bara mannleg mistök. Mér fannst þetta bara of fyndið, til að deila þessu ekki og bara að minna fólk á að kíkja á upphæðina áður en maður hendir kortinu sínu upp að posanum.“

Eins og sjá má er verðið sem rukkað var fyrir ansi hressilegt, og líklega ekki á færi margra að greiða þetta verð fyrir eina matarkörfu.

Mynd: Skjáskot Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni