fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 04:08

Pavel Klimenko. Mynd:Rússneska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski hershöfðinginn Pavel Klimenko var drepinn á miðvikudag í síðustu viku á herteknu svæðunum í Úkraínu. Er því haldið fram að hann hafi verið drepinn með dróna þegar hann ók á bifhjóli nærri fremstu víglínu.

BBC skýrir frá þessu og segir að Klimenko hafi haft slæmt orð á sér fyrir hvernig hann kom fram við sína eiginn hershöfðingja og auðvitað andstæðingana.

Herdeild hans hefur verið sökuð um að hafa pyntað og drepið fólk úr eigin röðum og nokkrir af liðsmönnum herdeildarinnar eru sagðir hafa pyntað og drepið mann frá Texas, sem barðist með úkraínskum hersveitum sem eru hliðhollar Rússum, og að hafa sprengt lík hans í loft upp.

Bandaríkjamaðurinn, Russell Bentley, var kvæntur rússneskri konu og hafði árum saman barist með úkraínskum hersveitum sem eru hliðhollar Rússum. Hann var að sögn handtekinn í apríl og var síðan drepinn. Eiginkona hans telur að þeir fjórir rússnesku hermenn, sem hafa verið ákærðir fyrir morðið á honum, muni sleppa við refsingu ef þeir skrifa undir nýjan samning við herinn.

Klimenko er einnig sagður hafa rekið pyntingarbúðir í yfirgefinni námu í Petrovskaja í Donetsk. Þar eru rússneskir hermenn sagðir hafa verið neyddir til að millifæra launin sín og bætur til yfirmanna sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni