fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 21:18

Menntaskólinn í Reykjavík, MR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík hefur sent tilkynningu til fjölmiðla þar sem lýst er þungum áhyggjum af verkfallli kennara. Segir í tilkynningunni að félagið skilji og virði kröfu kennara. Hins vegar er gagnrýnt að verkfallsvopninu sé beint af þunga gegn hluta nemenda, sem ekki geti haft nein áhrif á lausn deilunnar né vikið sér undan henni.

Tilkynningin er eftirfarandi:

„Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík hefur þungar áhyggjur af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir.

Við skiljum og virðum réttmætar kröfur kennara í kjarabaráttu sinni. Mikilvægt er að staðið sé við gerða samninga og nauðsynlegt að sýna kennurum og starfi þeirra virðingu. Þeir hafa stuðning okkar enda framlag þeirra ómetanlegt.

Verkfallsvopninu er hins vegar að þessu sinni beint af þunga gagnvart aðeins hluta nemenda, þar á meðal nemendum Menntaskólans. Þessir nemendur geta hvorki haft áhrif á lausn deilunnar eða vikið sér undan henni en hún getur haft verulega neikvæð áhrif á skólagöngu þeirra og vellíðan. Eins og fram kemur í úrskurði Umboðsmanns barna[1]: „Þó verkfallsrétturinn sé óumdeildur verður ekki litið fram hjá því að börn eru skólaskyld og þau eiga stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Að mati umboðsmanns barna er börnum í þeim skólum sem eru í verkfalli mismunað hvað varðar rétt þeirra til menntunar“.

Stjórnin leggur áherslu á orð umboðsmanns barna og bendir á alvarlegar afleiðingar verkfallsins sem getur orðið til þess að „viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis“. Fjarvera frá skóla getur aukið líkur á að börn þrói með sér skólaforðun og fjarveran getur einnig haft „óafturkræfar afleiðingar fyrir börn að geta ekki sótt skóla og fyrir sum börn er skólinn griðastaður sem veitir öryggi sem þau njóta ekki annarsstaðar“. Sýnum þessu börnum og ungmennum nærgætni.

Nú er í boði að láta ganga betur. Það er skýlaus krafa okkar að samningsaðilar vinni hratt og markvisst að lausn deilunnar þannig að fórnarkostnaðurinn leggist ekki á þessa nemendur. Þótt úrlausn kjarasamningsákvæða frá 2016 sé flókið mál og nái til fleiri hópa en kennara er nauðsynlegt að finna lausn á því. Viðræður milli aðila hafa því miður ekki enn skilað þeim árangri sem stefnt var að. Við hvetjum samningsaðila til að leita allra leiða til að binda sem fyrst enda á þessa deilu og hlífa þannig nemendum.

Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni