fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Sjúkraliði á Vogi í sambúð með manni sem er til rannsóknar vegna stórs fíkniefnamáls

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. nóvember 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athygli DV hefur verið vakin á því að á meðal starfsfólks meðferðarstöðvarinnar Vogs er kona sem er í sambúð með manni sem er í fangelsi í tengslum við rannsókn á stóru fíkniefnamáli. Konan starfar sem sjúkraliði á Vogi, þar sem fólk leitar meðferðar við fíkn í áfengi, fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf.

Sambýlismaður konunnar er grunaður um innflutning á rúmlega einu kílói af kókaíni. Hann hefur nokkra dóma á bakinu, þar á meðal fyrir líkamsárásir og vörslu fíkniefna. Með meintri hlutdeild sinni í þessu fíkniefnamáli er hann metinn hafa rofið skilyrði reynslulausnar og hefur honum því verið gert að afplána eftirstöðvar fangelsisrefsingar.

Sú spurning vaknar hvort eðlilegt sé að aðili sem er í nánum tengslum við meintan innflytjanda fíkniefna sinni aðhlynningu fíknisjúkra á meðferðarheimili SÁÁ.

DV sendi fyrirspurn vegna málsins til SÁÁ og fyrir svörum varð Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, forstjóri Vogs. DV spurði um reglur varðandi sakaferil starfsfólks og tengsl við brotastarfsemi.

Má ekki varpa rýrð á starfið

Ragnheiður segist í svari sínu ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna en almennt sé tekið mið af lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Vekur Ragnheiður í því samhengi sérstaklega athygli á fyrstu málsgrein 14. greinar laganna, þar sem segir:

„Starfsmanni er skylt að rækja starf sitt með alúð og samviskusemi í hvívetna. Hann skal gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu. Hann skal forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við.“

Ennfremur vísar hún í 21. grein laganna:

„Ef starfsmaður hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því eða utan þess þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu skal forstöðumaður stofnunar veita honum skriflega áminningu. Áður skal þó gefa starfsmanni kost á að tala máli sínu ef það er unnt.“

Ragnheiður vísar einnig í 2. málsgrein 45. greinar laganna:

„Starfsmanni skal og víkja úr starfi fyrirvaralaust ef hann hefur játað að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi sem ætla má að hefði í för með sér sviptingu réttinda skv. 68. gr. almennra hegningarlaga.“

Ragnheiður bendir einnig á að óskað sé eftir afriti af sakavottorði við ráðningu og að auki skrifa allir starfsmenn undir siðareglur starfsmanna SÁÁ. Ekkert í siðareglunum virðist í fljótu bragði svara því álitamáli sem hér er uppi.

Ekkert í svörum Ragnheiðar kveður upp úr um hvort eðlilegt sé að manneskja með þau tengsl sem hér um ræðir starfi á meðferðarstöðinni. Virðast reglur um starfsmannamál sem Vogur starfar eftir ekki ná yfir tilvik af þessu tagi. Næst því að taka á þessu atriði kemst eftirfarandi hluti 14. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins:

„Hann skal forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni