fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Mæra Ísland og segja óvenjulega hefð íslenskra foreldra sanna hversu lág glæpatíðnin er

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 21:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Glæpatíðnin í landinu er svo lág að foreldrar treysta sér til skilja barnavagnanna eftir úti, með börnunum í“

Þetta segir í grein Express í dag þar sem fjallað erum Ísland sem öruggasta ríki heims þrátt fyrir að við séum ekki með her. Þar er rekið að Ísland hafi haldið þessum titli hjá Global Peace Index frá árinu 2008 og fyrir því séu margar ástæður.

„Þrátt fyrir að vera í Nato þá er Ísland ekki með neinn her. Þetta litla land hefur aldrei tekið þátt í stórum stríðum eða innrásum og í stjórnarskrá þess er ekki að finna heimild til að lýsa yfir stríði“

Þess í stað sé Ísland með stofnanir á borð við Landhelgisgæsluna, björgunarsveitir og sérsveit ríkislögreglustjóra. En það sé meira sem geri Ísland álitlegt í augum utanaðkomandi.

„Ísland er meðal fimm hamingjusömustu ríkja í heiminum þökk sé velferðarkerfinu, menntakerfinu og mikilli áherslu á jafnrétti. Landið leggur áherslu á hamingjusamt og heilbrigt líf sem hefur bein áhrif á glæpatíðnina.“

Glæpatíðnin sé svo lág að þegar glæpur er framinn þá fjalli fjölmiðlar um það í langan tíma.

Annað dæmi um öryggistilfinningu landsmanna er sú hefð að láta börn sofa úti í barnavögnum. Express segir landsmenn gera þetta til að styrkja ónæmiskerfi barnanna.

„Íslenskir foreldra þurfa ekki að óttast að börnum þeirra verði rænt, þar sem það er ekki eitthvað sem gerist þar.“

Íslendingar sýni samfélagsábyrgð í verki svo sem með því að vera með staðbundnar björgunarsveitir með sjálfboðaliðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni