fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Vigdísi bolað burt úr Bændasamtökunum eftir bullandi baktjaldamakk – „Það var kurr í starfsfólki skrifstofunnar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 1. nóvember 2024 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Häsler, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segist hafa verið rekin frá samtökunum í apríl eftir að nýr formaður tók við völdum. Hún segir í samtali við Heimildina að „kosningavél Framsóknarflokksins“ hafi verið gangsett til að koma nýjum formanni, Trausta Hjálmarssyni, til valda

Eftir að Trausti tók við í mars hafi samskipti hans og Vigdísar verið mjög takmörkuð og aðeins að hennar frumkvæði. „Ef ég hefði verið á almennum vinnumarkaði hefði þetta verið bullandi einelti. Hann hundsaði allt sem ég var að tala við hann um. Það var kurr í starfsfólki skrifstofunnar vegna þessa en ég reyndi að vera yfirveguð og sagði engum hvernig mér leið. Ég var rosalega ein á þessu tímabili.“

Eftir að Trausti tók formlega við á Búnaðarþingi var Vigdísi farið að gruna hvernig færi. „Mín tilfinning var að það væri ekki stemning fyrir mig lengur. Ég las salinn þannig, eins og sagt er.“

Hún bauð þó áfram fram krafta sína og fundaði stjórn án hennar og tilkynntu svo að það væri vilji til að halda henni. Hún fékk þó á tilfinninguna að það væri Trausta þvert um geð. Hún fór svo í viku frí og þegar hún kom til baka var komið annað hljóð í strokkinn. Nú sagðist stjórn ætla að þiggja það að Vigdís hætti. Viðsnúningurinn kom Vigdísi að óvörum. Hún fékk ekki að segja starfsfólki frá þessu sjálf heldur var bara vísað beit á dyr.

Síðar heyrði hún að ákvörðunin um að reka hana hafi verið af pólitískum toga, það hafi hana svo sem grunað. Eins hafi sögur farið á kreik um að hún væri erfið. „Vesen á konunni. Það fylgdi sögunni að ég væri alltaf í einhverjum átökum.“

Hún hafi haft pólitískan stimpil á sér þegar hún tók við starfinu þar sem hún hafði starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Framsóknarmenn voru aðallega pirraðir því Bændasamtökin voru þeirra vígi.“
Vigdís hafi þó litið svo á að hún væri að vinna fyrir bændur en ekki pólitíkusa. Það reyndist þó örðugt þar sem meiri pólitík á sér stað innan Bændasamtakanna en á þingi. „Það er alveg ofboðsleg pólitík í Bændasamtökunum.“

Aðspurð hvort hún haldi að brottrekstur hennar hafi eitthvað að gera með gagnrýnina sem Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknar, fékk á sig eftir fordómafull ummæli í hennar garð svarar Vigdís: „Ég veit það ekki og mun líklega aldrei fá að vita það þannig að það þýðir ekki að velta því fyrir sér“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni