fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Maðurinn sem er grunaður um að hafa banað móður sinni í Breiðholti úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 1. nóvember 2024 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæsluvarðhald yfir karlmanni sem er grunaður um að hafa banað móður sinni í Breiðholti þann 23. október síðastliðinn hefur verið framlengt til 28. nóvember á grundvelli almannahagsmuna.

Um er að ræða 39 ára gamlan karlmann sem hafði nýlokið afplánun og hafði Reykjavíkurborg verið vöruð við því að hann þyrfti sértækan stuðning þar sem hann væri enn hættulegur. Hann glímir við bæði þroskaskerðingu og fíknivanda og hefur áður gerst sekur um ofbeldi gegn foreldrum sínum. Maðurinn átti að fá öruggt húsnæði eftir afplánun en var þess í stað boðið að dveljast á gistiheimili, sem hann afþakkaði og flutti heldur inn til móður sinnar.

Árið 2006 var hann ákærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hann stakk föður sinn með hnífi í bakið. Móðir hans hafi eins orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi sem stóð yfir árum saman og var hann árið 2022 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á móður sína með ofbeldi, höggum og spörkum í líkama, andlit og höfuð og fyrir að taka hana hálstaki. Tilefni árásarinnar var ósætti um hvernig ætti að standa að útför föður mannsins sem þá var nýlátinn.

Sjá einnig: Maður sem grunaður er um að hafa banað móður sinni í Breiðholti hafði nýlokið afplánun og var álitinn hættulegur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni