fbpx
Mánudagur 11.nóvember 2024
Fréttir

„Enginn byrjar feril sinn í Hörpu“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. október 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guardian fjallar í dag um það, sem íslenskt tónlistarfólk, viðburðahaldarar og aðdáendur menningar í miðborginni hafa lengi vitað; brotthvarf tónleikastaða úr miðbænum. Meðal annars er rætt við Ólaf­ Hall­dór Ólafs­son, Óla Dóra, plötusnúð og fyrrum viðburðastjóra á Kex, sem er síðasti viðburðastaðurinn til að falla í valinn fyrir túrismanum og kröfu um fleiri hótel og hótelherbergi í miðbænum. 

„„Rifið niður fyrir hótelherbergi“: Frægir tónlistarstaðir Íslands gleyptir af ferðaþjónustu. Blómlegri tónlistarsenu sem gaf heiminum Björk, Sigur Rós og Ólafi Arnaldi stendur ógn af vinsældum Reykjavíkur,“ er yfirskrift greinarinnar.

Óli Dóri segir að það fyrsta sem ferðamenn hafi komið hingað til að sjá hafi verið tónlistarfólkið. „Hljómsveitirnar á Íslandi. Það er það sem kom Íslandi á kortið.“

Rekur greinarhöfundur að þrátt fyrir að tónlistarstaðir í höfuðborginni hafi haft það hlutverk að rækta og skapa vettvang fyrir íslenskt tónlistarfólk eru það sömu staðir sem þurfi nú að greiða kostnaðinn af vinsældum höfuðborgarinnar sem ferðamannastaður.

„Margir af smærri tónlistarstöðum borgarinnar – ástsæl rými með virkum samfélögum og mikilvægum þjálfunarsvæðum fyrir nýja listamenn – hafa lokað í gegnum árin til að rýma fyrir hótelum.“

Það síðasta er Kex á Skúlagötu 28 sem lokaði í lok ágúst. Í viðtali við Mbl þá sagði Óli Dóri að það væri ótrú­lega leiðin­legt að sjá enn einn staðinn fara frá okk­ur. Tónleika- og viðburðahald fór fram á annarri hæð gistiheimilisins, eftir lokun þar verða bar og pítsustaður Kex flutt á neðri hæð hússins. „Eig­end­ur staðar­ins ákváðu að breyta hæðinni í hót­el­her­bergi því þeir töldu sig geta aflað meira fjár þannig.“

Fjölmörgum stöðum gert að loka svo byggja megi hótel

Mörgum stöðum hefur verið lokað síðustu ár til að rýma til fyrir hótelum. Sirkus á Klapparstíg árið 2008, Nasa árið 2012 þrátt fyrir mikil mótmæli, og Faktory Smiðjustíg sem lokaði árið eftir. Öllum þremur var lokað til að rýma fyrir hótelum.

Í greininni er einnig komið inn á að nálægð hótela við lifandi tónlistarstaði getur einnig verið vandamál vegna kvartana hótelgesta um hávaða. Óli segir í greininni að snemma á 20. áratugnum, áður en ferðaþjónustan fór að aukast verulega árið 2012, hafi mun fleiri smá- og meðalstórir staðir verið í miðbænum. 

Skemmst er að minnast þess að áralangar deilur stóðu yfir milli Gamla bíós og 101 hótels vegna hávaða sem berst frá Gamla bíó yfir á hótelið. Um viðbyggingu var að sem er alveg við Gamla bíó. Þess má geta að Gamla bíó var til staðar löngu áður en hótelið var byggt. 

Ásakar ekki ferðamennina

Óli Dóri segist ekki ásaka ferðamennina vegna stöðunnar, en telur að miklu meira mætti ​​gera til að vernda lifandi tónlist í Reykjavík. Lokun Kex Endalok er að hans mati, „það skýrasta sem við höfum séð að ferðaþjónusta hefur áhrif á vettvang okkar vegna þess að það er verið að rífa hann fyrir fleiri hótelherbergi“.

Í greininni er einnig rætt við Elías Þórsson blaðamann Reykjavík Grapevine og íbúa við Laugaveg, en hann segir að fólk sem elski miðbæinn og menningarlífið sé óánægt með þessa þróun.

„Að reka burtu það sem hefur gert þessa borg að því sem hún er. Tónlistarmenning, sem gerði borgina að flottum stað.“

María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar, tekur í sama streng og segir að sjarmi höfuðborgarinnar til bæði íbúa og ferðamanna hafi byggst á blómlegu menningarlífi.

„Þegar ferðaþjónustan byrjar að éta borgina innan frá muntu ekki hafa þessa aðlaðandi borg lengur. Það er örugglega ekki eitthvað sem þú vilt. Þú vilt ekki að borgin verði þannig að við höfum bara ferðamannaverslanir og hótel.“

María Rut segir smærri tónleikastaði skipta sköpum fyrir heildarvistkerfi tónlistar landsins.

„Enginn byrjar feril sinn í Hörpu. Það er mikilvægt að við höfum rými fyrir fólk á mismunandi stigum ferilsins. Það er mikilvægur hluti af tónlistarsenunni. Ef við höfum það ekki munum við ekki hafa neitt annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakaði fasteignasala um að svindla á sér en fór í hart gegn aðstoðarmanni hans

Sakaði fasteignasala um að svindla á sér en fór í hart gegn aðstoðarmanni hans
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband af Joe Biden á ströndinni vekur athygli – Vekur upp spurningar um heilsufar hans

Myndband af Joe Biden á ströndinni vekur athygli – Vekur upp spurningar um heilsufar hans
Fréttir
Í gær

Segir íslenskar matvöruverslanir nýta sér verðbólguna til að græða á kostnað almennings – „Hámarka hagnað sinn á þinn kostnað“

Segir íslenskar matvöruverslanir nýta sér verðbólguna til að græða á kostnað almennings – „Hámarka hagnað sinn á þinn kostnað“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarni reiddist við Stefán Einar: „Þetta er auðvitað mjög ómerkilegt af þér“

Bjarni reiddist við Stefán Einar: „Þetta er auðvitað mjög ómerkilegt af þér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

FKA kallar eftir tilnefningum fyrir árlega Viðurkenningarhátíð

FKA kallar eftir tilnefningum fyrir árlega Viðurkenningarhátíð