fbpx
Miðvikudagur 06.nóvember 2024
Fréttir

Jón Steinar: „Nú eru mér að fallast hendur í stuðningi við þennan flokk“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. október 2024 08:00

Jóni Steinari líst ekki á blikuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, er farinn að efast um stuðning sinn við Sjálfstæðisflokkinn. Jón Steinar skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann kallar eftir stórfelldri endurnýjun í forystu flokksins.

„Ég hef jafn­an í alþing­is­kosn­ing­um kosið Sjálf­stæðis­flokk­inn. Ástæðan er sú að mér hef­ur fund­ist hann standa nær af­stöðu minni til frels­is og ábyrgðar en aðrir, auk þess sem flokk­ur­inn hef­ur haft uppi stefnumið í ýms­um mál­um, sem mér hafa þótt burðugri en annarra. Nú eru mér hins veg­ar að fall­ast hend­ur í stuðningi við þenn­an flokk. Hann hef­ur nefni­lega hrein­lega fórnað mörg­um stefnu­mál­um í þágu sam­starfs í rík­is­stjórn með verstu vinstri skæru­liðum sem finn­ast í land­inu.“

Jón Steinar segir engu líkara en að fyrirsvarsmenn flokksins hafi verið tilbúnir að fórna stefnu­mál­um sínum fyr­ir setu í rík­is­stjórn.

„Þá má spyrja: Til hvers eru menn í stjórn­mál­um ef þeir eru ekki að koma fram þeim stefnu­mál­um sem þeir segj­ast hafa?“

Jón Steinar vísar svo í nýlegar kannanir um fylgi Sjálfstæðisflokksins en óhætt er að segja að það hafi hrunið síðustu mánuði. Kosningar eru í nánd og segir Jón Steinar ýmislegt benda til þess að flokkurinn muni gjalda afhroð.

„Að mín­um dómi kem­ur ekki annað til greina en að skipta ger­sam­lega um kúrs og byggja kosn­inga­bar­átt­una á þeim stefnu­mál­um, sem við mörg héld­um að þessi flokk­ur ætti að standa fyr­ir,“ segir Jón Steinar og fer svo ofan í saumana á umræddum stefnumálum. Nefnir hann til dæmis framkvæmdir við virkjanir, einkavæðingu heilbrigðisstofnana, skattalækkanir, átak í samgöngumálum, sölu á RÚV og endurbætur á menntakerfinu svo eitthvað sé nefnt.

„Það hlýt­ur svo að telj­ast nauðsyn­leg­ur þátt­ur í end­ur­reisn flokks­ins að end­ur­nýja í stór­um stíl for­yst­una. Það er auðvitað aug­ljóst að kjós­end­ur geta ekki treyst nú­ver­andi for­ystu­mönn­um til að hrinda of­an­greind­um verk­efn­um í fram­kvæmd. Fram­an­greind stefnumið ber að setja fram með öfl­ug­um hætti í kosn­inga­bar­átt­unni sem fram und­an er. Gera má ráð fyr­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn muni þá allt að einu gjalda fyr­ir brot á stefnu­mál­um sín­um und­an­far­in ár. Þetta myndi hins veg­ar gefa fyr­ir­heit um stuðning kjós­enda þegar fram í sæk­ir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fluttur á bráðamóttöku eftir líkamsárás

Fluttur á bráðamóttöku eftir líkamsárás
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi“

„Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært
Fréttir
Í gær

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“
Fréttir
Í gær

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur
Fréttir
Í gær

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum