fbpx
Miðvikudagur 06.nóvember 2024
Fréttir

Bíll logar á Reykjanesbraut – „Sátu bara þarna í hnipri úti í hrauni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. október 2024 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tók þessar myndir kl. 14:25, er ég fór framhjá sá ég rosalega þykkan reykjarmökk, þegar nær kom sá ég bíl úti í kanti,“ segir Teitur Þorkelsson í samtali við DV en hann tók meðfylgjandi myndir af brennandi bíl á Reykjanesbrautinni. Um er að ræða Dacia Logan, árgerð 2018, frá bílaleigunni Icerental 4×4 ehf.

„Hann var kominn út í kant og skíðlogaði í vélinni og var kviknað í dekkjunum. Mikill reykur af því,“ segir Teitur.

Viðbragðsaðila bar að um leið og Teitur náði myndum sínum:

„Þetta er við afleggjarann að Keili. Rétt þegar ég kom að þessu þá kemur ómerktur lögreglubíll og leggur þvert á götuna til að stöðva umferðina framhjá. Þetta getur náttúrulega sprungið í loft upp. Á mjög heppilegum stað því hægt var að vísa umferðinni niður í hringtorgið þarna og svo aftur upp úr því hinum megin.“

Teitur segist hafa séð fjórar manneskjur úti í hrauni skammt frá sem líklega hafi verið í bílnum, en bíllinn var mannlaus. „Ég sá fjórar manneskjur sitja fyrir utan veg, sátu bara þarna í hnipri úti í hrauni.“

RÚV greinir frá atvikinu. Kemur þar fram að búið er að loka Reykjanesbrautinnni til vesturs. Hjáleið er um Vatnsleysustrandarveg. Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, staðfestir að lögregla sé komin á vettvang.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fluttur á bráðamóttöku eftir líkamsárás

Fluttur á bráðamóttöku eftir líkamsárás
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi“

„Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært
Fréttir
Í gær

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“
Fréttir
Í gær

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur
Fréttir
Í gær

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum