Mikið hefur verið fjallað um skilaboð sem Kristrún sendi á kjósanda á dögunum sem hafði lýst yfir áhuga á að kjósa Samfylkinguna. Hann kvaðst þó óánægður með að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, væri á lista í Reykjavík norður á eftir henni.
Segir að ekki áður hafi nokkur verið niðurlægður við val á lista eins og Dagur
Í svari til kjósandans gerði Kristrún sem minnst úr væntanlegu hlutverki Dags, lagði áherslu á að hann yrði ekki ráðherra og benti kjósandanum á að hann gæti kosið Samfylkinguna en strikað yfir nafn Dags. Kristrún bætti því við að það væri hún sem stjórnaði í Samfylkingunni en ekki Dagur.
Steinunn Ólína gerir málið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni.
„Eitthvað hefði verið sagt ef Kristrún Frosta hefði talað á sömu nótum um flokks- og kynsystur sína. Ég held úr þessu væri heillavænlegast fyrir Samfylkingu að Kristrún viki fyrir Degi. Dagur yrði svo að gera það upp við sig hvort honum þætti Kristrún gjaldgeng í ráðherrastól,” segir Steinunn Ólína og bætir svo við:
„Kristrún hefur þegar sagt að Dagur sé ekki ráðherraefni en hún getur bæði hugsað sér að vera í ríkisstjórn með ráðherraefnunum BB og SDG. Ég skil ekki Samfylkinguna.“