fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fréttir

Steinunn Ólína: „Ég skil ekki Samfylkinguna“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. október 2024 09:19

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að líklega væri heillavænlegast fyrir Samfylkinguna að Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, viki fyrir Degi B. Eggertssyni.

Mikið hefur verið fjallað um skilaboð sem Kristrún sendi á kjósanda á dögunum sem hafði lýst yfir áhuga á að kjósa Samfylkinguna. Hann kvaðst þó óánægður með að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, væri á lista í Reykjavík norður á eftir henni.

Segir að ekki áður hafi nokkur verið niðurlægður við val á lista eins og Dagur

Í svari til kjósandans gerði Kristrún sem minnst úr væntanlegu hlutverki Dags, lagði áherslu á að hann yrði ekki ráðherra og benti kjósandanum á að hann gæti kosið Samfylkinguna en strikað yfir nafn Dags. Kristrún bætti því við að það væri hún sem stjórnaði í Samfylkingunni en ekki Dagur.

Steinunn Ólína gerir málið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni.

„Eitthvað hefði verið sagt ef Kristrún Frosta hefði talað á sömu nótum um flokks- og kynsystur sína. Ég held úr þessu væri heillavænlegast fyrir Samfylkingu að Kristrún viki fyrir Degi. Dagur yrði svo að gera það upp við sig hvort honum þætti Kristrún gjaldgeng í ráðherrastól,” segir Steinunn Ólína og bætir svo við:

„Kristrún hefur þegar sagt að Dagur sé ekki ráðherraefni en hún getur bæði hugsað sér að vera í ríkisstjórn með ráðherraefnunum BB og SDG. Ég skil ekki Samfylkinguna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldrar leikskólabarna í Fossvogi búnir að fá sig fullsadda af líkbrennslunni – „Anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín“

Foreldrar leikskólabarna í Fossvogi búnir að fá sig fullsadda af líkbrennslunni – „Anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sjúkratryggingar semja um lýðheilsutengdar aðgerðir

Sjúkratryggingar semja um lýðheilsutengdar aðgerðir
Fréttir
Í gær

Óttast að Jakob Frímann hafi stokkið úr öskunni í eldinn

Óttast að Jakob Frímann hafi stokkið úr öskunni í eldinn
Fréttir
Í gær

Jón Steinar móðgaðist gríðarlega út af athugasemd við athugasemd hans – „Hvernig getur þú leyft þér að segja þetta og hvert er tilefnið?“

Jón Steinar móðgaðist gríðarlega út af athugasemd við athugasemd hans – „Hvernig getur þú leyft þér að segja þetta og hvert er tilefnið?“
Fréttir
Í gær

 „Þetta var allt svikið“ – Katrín sögð hafa selt landið án heimildar í lögum

 „Þetta var allt svikið“ – Katrín sögð hafa selt landið án heimildar í lögum
Fréttir
Í gær

Veðurstofan varar við vonskuveðri um nánast allt land

Veðurstofan varar við vonskuveðri um nánast allt land