fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Sigur Árna Loga – Fær miskabætur eftir að hafa verið ranglega sakaður um byrlun og nauðgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. október 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meindýraeyðirinn Árni Logi Sigurbjörnsson, sem býr að Víðibakka í Öxafjarðarhreppi, og starfar við að losa Húsvíkinga og fleiri norðamenn við meindýr, gerði góða ferð í höfuðborgina fyrir skömmu. Skaðabótamáli hans gegn ríkinu lauk með dómsátt, hagfelldri honum.

Árni Logi hefur staðið í ströngu eftir að hafa fyrir hátt í fimm árum fengið á sig stórundarlega kæru fyrir kynferðisbrot. Kona ein sakaði hann um að hafa byrlað sér ólyfjan, nauðgað sér, tekið brotið upp og dreift myndefninu. Rannsókn málsins leiddi ekkert saknæmt í ljós enda slíkur viðbjóður víðsfjarri Árna Loga. Kom á daginn að kærandi og Árni Logi voru ekki stödd í sama landsfjórðungnum daginn sem brotið átti að hafa verið framið. Konan tilgreindi þá aðra dagsetningu en þann dag var lá Árni Logi á sjúkrahúsi á Akureyri vegna beinbrots.

Sjá einnig:Árni Logi kærði lögreglumann og móður hans fyrir rangar sakargiftir – Tilhæfulaus ásökun um byrlun og nauðgun

Kæran hafði gífurlegar afleiðingar fyrir Árna Loga. Hann var handtekinn og bíll hans gerður upptækur. Húsleit var gerð á heimili hans að Víðibakka þar sem öllu var snúið við. Hafði lögregla á brott með sér ýmsa persónulega muni sem ekki hefur verið skilað til baka. Meðal þess sem var haldlagt voru skotvopn sem Árni hélt vegna starfa sinna. Var talið að ekki hefði verið gengið frá vopnunum með lögmætum hætti og varð þetta til þess að Árni missti skotvopnaleyfi sitt og var sakfelldur fyrir vopnalagabrot.

En ekkert fannst í húsleitinni sem bendlað gat Árna Loga við kynferðisbrot. Engu að síður var rannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í málinu opin í 20 mánuði þar til málið var fellt niður.

Sonur konunnar lögreglumaður

Í bótakröfu sem Árni Logi gerði á ríkið kemur fram að sonur konunnar sem kærði Árna Loga starfaði sem lögreglumaður hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á þessum tíma og tilkynnti hann um meint brot daginn áður en móðir hans lagði fram kæruna á hendur Árna Loga.

Í bótakröfunni segir ennfremur:

„Dráttur á rannsókn og meðferð málsins hjá lögreglu varð einkar skaðvænlegur fyrir umbj.m. Í litlu samfélagi í sveit í Öxarfirði þar sem „allir vita allt um alla“ hefur verið erfitt fyrir umbj.m. að þurfa að þola það að sitja undir kæru um meint óhæfuverk allan þennan tíma. Að gefnu tilefni er rétt að geta þess að umbj.m. hefur aldrei gerst sekur um nein óhæfuverk og er með hreint sakavottorð.“

Árni kærði konuna fyrir rangar sakargiftir en Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra vísaði málinu frá.

Ríkið gaf eftir

Bótakrafa Árna hljóðaði upp á 3 milljónir króna vegna handtöku, fangelsunar, húsleitar, haldlagningar á ökutæki og persónulegum munum. Málið var dómtekið fyrir skömmu við Héraðsdóm Reykjavíkur og bauð ríkið dómsátt. Dómsáttin hljóðar upp á 900 þúsund krónur í miskabætur auk málskostnaðar sem dómurinn mun úrskurða um.

Í samtali Árna við DV kemur fram að hann er að mörgu leyti sáttur við þessi málalok. Hann er hins vegar afar ósáttur við vinnubrögð embættis Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í málinu. Hann segist hafa hringt hátt í 200 sinnum í embættið á meðan rannsókn málsins stóð til að fá samtal við lögreglustjóra. Aldrei hafi hann náð á hann og aldrei hafi verið hringt til baka.

„Núna er ég búinn að vera sakborningur í tæp fimm ár en núna er ég orðinn brotaþoli,“ segir Árni og hafa málin óneitanlega snúist honum í hag eftir langa þrautagöngu.

„Ríkissjóður tekur á sig allan kostnað og borgar mér 900 þúsund krónur í miskabætur. Það er búið að kæra þessi mæðgin í tvígang út af öllu því sem hefur gengið á og því var bara vísað frá.“

Árni ber þungan hug til embættis Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og telur það hafa sýnt sig hvað eftir annað að vanhæfni, meðal annars í hans máli og í máli blaðamanna sem voru til rannsóknar í tengslum við fréttaskrif um málefni Samherja.

„Það er eitthvað að þessu embætti. Það þarf að hreinsa þar til. Núna er ég búinn að hringja 194 sinnum í embætti lögreglustjórans á Akureyri og biðja um viðtal við lögreglustjórann til að leiðrétta rangfærslur og lygi. Þessar elskulegu stúlkur á símanum taka alltaf skilaboð og segjast koma því til skila, en það er aldrei hringt í mig og mér er aldrei gefinn kostur á viðtali.“

Dómsáttin var undirrituð þann 24. september síðastliðinn við Héraðsdóm Reykjavíkur. Fyrir hönd ríkisins undirritaði Jón Birgir Jónasson lögmaður dómsáttina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Í gær

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir