Í tilkynningu frá úkraínska hernum segir að þetta dragi mjög úr getu Rússa til að finna og fylgjast með ferðum flugskeyta.
Einnig segir að með þessu hafi ákveðið „loftrými“ verið opnað sem hægt er að nota til árása á rússnesk skotmörk með vestrænum flugskeytum á borð við Storm Shadow og SCALP-EG.
Ratsjá af þessu tagi kostar að sögn rúmlega 100 milljónir dollara. Hún getur fundið flugskeyti í allt að 1.000 km fjarlægð.