Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, segir að önnur ástæðan sé að nú sé leðjutíminn að skella á í Úkraínu en hann gerir allar sóknaraðgerðir mjög erfiðar því ökutæki sitja einfaldlega föst í leðju.
Hin ástæðan er forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Óháð því hver sigrar, þá breytist staða mála. „Það getur til dæmis verið Donald Trump sem mun krefjast samningaviðræðna og þá gildir að vera með eins góða samningsstöðu og hægt er,“ sagði hann í samtali við TV2.
Hann sagði einnig að Úkraínumenn séu að reyna að leika sama leik með sókn sinni inn í Kúrsk í Rússlandi, þeir séu að reyna að styrkja samningsstöðu sína.