fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Hnífstungumálið í Vesturbænum: Örn dæmdur í sex ára fangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. október 2024 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örn Geirdal, 48 ára gamall byggingaverktaki og fjölskyldufaðir í Vesturbænum, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hnífstunguárás á Hofsvallagötu í janúar á þessu ári.

Árásin átti sér stað um miðja nótt. Örn er sagður hafa verið á göngu á miðjum akvegi þegar kona og maður sem voru á gangi þar rétt hjá báðu hann um að gæta að sér vegna bílaumferðar. Hann er sagður hafa brugðist við með því að ráðast á manninn, slá hann til hans tvisvar með hníf í hendinni svo brotaþolinn hlaut af tvær hnífstungur. Hann var fluttur á slysadeild og var um tíma í lífshættu.

Örn neitaði sök fyrir dómi og sagði að parið hafi ráðist á sig. Hann kannaðist ekki við að hafa lagt til mannsins með hnífi.

Sjá einnig: Hnífstungumálið í Vesturbænum:Örn neitar sök – „Ég man að ég var að flýja“

Í yfirheyrslu saksóknara fyrir dómi lýsti Örn atvikum fyrr um kvöldið þannig að hann hafi eldað mat og borðið með fjölskyldu sinni og hann og sambýliskona hans hafi fengið sér rósavín með matnum og hann síðan fengið sér tvo einfalda rommdrykki.

Aðspurður kannaðist hann ekki við að hafa tekið nein lyf eða fíkniefni heldur aðeins nokkra áfenga drykki.

Örn segist stríða við töluvert minnisleysi og var frásögn hans af atburðum næturinnar gloppótt.

Aðspurður kannaðist hann við að hafa verið með hníf meðferðis en um hafi verið að ræða vinnuhníf sem var í vinnufötunum sem hann klæddist um nóttina eftir að hann vaknaði.

Sex ára fangelsi

Dómur yfir Erni hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna en Vísir greinir frá því að hann hafi verið sakfelldur og dæmdur í sex ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó