fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

„Að vel ígrunduðu máli hef ég ákveðið að stíga inn í stjórnmálin á ný“

Eyjan
Fimmtudaginn 17. október 2024 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík, gefur kost á sér í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi. Hún greinir frá þessari ákvörðun sinni á Facebook.

Valgerður sat á þingi árin 2013-2017 og hafði áður verið virkur þátttakandi í sveitarstjórnarmálum, meðal annars sem forseti bæjarstjórnar Húsavíkur.

„Ágætu vinir og félagar

Að vel ígrunduðu máli hef ég ákveðið að stíga inn í stjórnmálin á ný.

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.

Ég óska einlæglega eftir stuðningi ykkar, kæru vinir, til þess.“

Valgerður segist tilbúin að leggja sitt af mörkum til að efla og berjast fyrir bættum innviðum í kjördæmi sínu, atvinnulífi, menntamöguleikum og ekki síst lífsgæðum eldra fólks.

„Verkefnin sem fram undan eru, eru að ná tökum á verðbólgunni og því háa vaxtastigi sem við höfum mátt að lifa við síðustu misseri. Sækja þarf fram í uppbyggingu innviða, samgöngu-, raforku- og fjarskiptakerfum og tryggja þannig undirstöðu fyrir aukna verðmætasköpun.“

Valgerður segir að tveggja áratuga reynsla hennar sem skólameistari og þátttakandi í stjórnmálum hafi hún skýra sýn á hvernig hægt sé að styrkja menntakerfið, þá einkum iðn- og verknám. Ein hvernig hægt sé að skapa fleiri tækifæri fyrir ungt fólk í heimabyggð.

„Norðausturkjördæmi þarf öfluga fulltrúa sem þekkja svæðið vel og eru tilbúnir í þau verk sem þarf að vinna og hugsa í framtíðarlausnum,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks