Metro skýrir frá þessu og segir að Viktoria hafi afhent úkraínskum embættismönnum teikningarnar gegn greiðslu upp á sem svarar til um 170.000 íslenskra króna.
Hún starfaði sem vélavörður í skriðdrekaverksmiðjunni Ural sem er í borginni Nizhny Tagil í Sverdlovsk-héraðinu. Þetta er stærsta skriðdrekaverksmiðja í heimi.
Viktoria játaði að hafa selt teikningarnar sem eru sagðar hafa innihaldið tæknilegar upplýsingar um skriðdreka.
Hún og eiginmaður hennar voru handtekin í mars 2023 af leyniþjónustunni FSB.
Eiginmaður hennar, Danil Mukhametov, hefur verið ákærður fyrir svipað brot.