fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Opinber rannsókn hafin á dauða Dawn Sturgess – Varð fyrir eitrun skömmu á eftir Skripal feðginum

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 14. október 2024 17:30

Dawn Sturgess var 44 ára þegar hún lést eftir eitrun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæð opinber rannsókn er hafin í Bretlandi í máli Dawn Sturgess sem lést eftir eitrun taugaeitursins Novichok árið 2018. Lést hún aðeins fjórum mánuðum eftir að rússneski gagnnjósnarinn Sergei Skripol lést í sama bæ.

Sturgess, sem var 44 ára, hneig niður á heimili sínu í bænum Amesbury í Wiltshire sýslu í Englandi þann 30. júní árið 2018. Hún féll í dá og þann 8. júlí var ákveðið að slökkva á öndunarvélinni og lést hún þá. Unnusti Sturgess, Charlie Rowley, varð einnig fyrir eitrinu en lifði af.

Í sama bæ hafði verið eitrað fyrir rússneskum gagnnjósnara að nafni Sergei Skripal og komst það mál í heimsfréttirnar. Dóttir hans Yulia Skripal varð einnig fyrir taugaeitrinu en lifðu bæði feðginin árásina af. Grunur leikur á að árásin hafi verið skipulögð af rússneskum stjórnvöldum.

Novichok eitrið fannst á notaðri ilmvatnsflösku sem Sturgess og Rowley höfðu handleikið. Lögreglumaður að nafni Nick Bailey, sem kom á vettvang, fékk einnig eitrun og var fluttur á spítala alvarlega veikur.

Skripal feðgin bera ekki vitni

Það er hæstaréttardómarinn Lord Hughes of Ombersley sem fer með stjórn rannsóknarinnar. Hlutverk hans er að komast að því hvernig dauða Sturgess bar að, hver beri ábyrgð og leggja til tillögur að framhaldinu.

Vitnaleiðslur hefjast í dag í bænum og munu standa yfir fram á föstudag. Meðal annars verða viðbrögð lögreglu og annarra viðbragðsaðila könnuð sem og farið ofan í upphaflegu lögreglurannsóknina.

Sjá einnig:

Novichok taugaeitrið getur verið virkt í 50 ár – Var notað í Salisbury og Amesbury

Flestar vitnaleiðslurnar verða framkvæmdar í heyranda hljóði en einhverjar munu verða fyrir luktum dyrum. Er það meðal annars vegna þess að öryggi sumra vitnanna er talið í hættu.

Þann 4. til 15. nóvember fer svo fram rannsókn og vitnaleiðslur í London hvað varðar krufningu og réttarmeinafræðileg atriði.

Sergei og Yulia Skripal munu ekki bera vitni í málinu vegna öryggisástæðna. Þau njóta sérstakrar verndar stjórnvalda og fara huldu höfði. Fjallað verður um árásina á feðginin í sérstakri yfirheyrslu 28. október til 1. nóvember í London og hafa þau sent skriflega skýrslu til dómstólsins.

Sneypuför Pútíns

Ákærur voru gefnar út á hendur þremur rússneskum mönnum vegna tilræðisins við Skripal feðginin árið 2021. Voru þeir liðsmenn rússnesku herleyniþjónustunnar GRU. Þeir heita Ruslan Tabarov frá Tadsíkistan, Nicolaj Popa frá Moldóvu og Denis Sergeev frá Kasakstan. Lýst hefur verið eftir þeim á alþjóðlegum vettvangi.

Tabarov og Popa.

Rússnesk yfirvöld hafa neitað aðkomu að tilræðinu sem hafði alvarleg áhrif á samskipti Bretlands og Rússlands. Var hið misheppnaða tilræði þó almennt séð talið vera mikil sneypuför fyrir Vladímír Pútín forseta sem sýnt hafi vangetu leyniþjónustu hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?