fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Eva laut í lægra haldi fyrir krabbameininu eftir harða baráttu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. október 2024 17:25

„Þessi mynd er tekin fyrir nokkrum dögum, svona lít ég út í dag.“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Guðmundsdóttir lést þann 22. september á heimili fjölskyldu sinnar í Svíþjóð, 35 ára að aldri. Banamein hennar var krabbamein. Útför Evu fer fram föstudaginn 18. október frá St. Birgitta-kirkjunni í Kalmar.

Eva greindist með leghálskrabbamein stuttu fyrir jól árið 2021, aðeins 32 ára að aldri. Þegar hún var 33 ára var legið fjarlægt. Meinið tók sig eftir það upp tvisvar og fór Eva í aðgerð, 14 lyfjameðferðir, innri og ytri geislun og ónæmismeðferð. Meinið hafði dreift sér í bein, lungu og hluta kviðar. 

Í viðtali DV við Evu í lok júlí kom fram að hún hafði stofnað söfnun á GoFundMe eftir að hún fann heilsugæslustöð í Þýskalandi sem gaf henni von á að sigrast á meininu.

„Ég ætla að eyða öllu mínu sparifé í þetta, en ég á samt ekki nóg til að klára meðferðina. Þess vegna hef ég búið til þessa söfnun. Peningarnir sem safnast fara eingöngu í kostnað sem tengist meðferðinni á heilsugæslustöðinni. Þetta þýðir: aðalmeðferðina, lyf, fæðubótarefni, eftirmeðferðir og ferðakostnað.“

Sjá einnig: Eva greindist með leghálskrabbamein 32 ára:Meinið hefur dreift sér um líkamann – Á kost á meðferð og þarf þína hjálp

Bólusetning á barnsaldri mögulega komið í veg fyrir meinið

Í viðtalinu vildi Eva leggja áherslu á að bólusetning á barnsaldri hefði mögulega komið í veg fyrir leghálskrabbameinið hefði hún fengið bólusetningu við HPV veirunni þegar hún var unglingur. „Ég er fædd árið 1989 og bólusetning var aðeins í boði fyrir stelpur sem voru fæddar 1995 og síðar,“ sagði Eva sem fædd var árið 1989.

Þakklát fyrir allan stuðning 

Vel var tekið í söfnunina og sagðist Eva þakklát fyrir hvert einasta framlag.

„Það hefur verið alveg ótrúlegt að finna allan þann kærleik og stuðning sem rignt hefur yfir mig síðan ég hóf söfnunina. Hún fer vel af stað og ég er svo ofboðslega þakklát fyrir hvert einasta framlag, það skiptir allt máli. En ég ætla ekki ljúga, það er mjög viðkvæmt og óþægilegt, að deila einhverju jafn erfiðu og þessu og biðja um peninga. En mér hefur verið mætt og tekið á móti mér með svo mikilli ást, samúð og góðum skilaboðum. Ég er svo heppin að þekkja fólk víða um heim, ég á bæði fjölþjóðlega fjölskyldu og vini sem búa víða, og eins hef ég fengið hvatningarskilaboð og stuðning frá fólki sem ég þekki ekki neitt. Ég er eiginlega bara meyr yfir viðtökunum og bjartsýn á að ná að safna nægilegu fé til að geta farið í meðferðina. Og það lítur út fyrir að það verði mögulegt, að minnsta kosti fyrir hluta af henni. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér það en á sama tíma hafði ég trú á því að það myndi gerast, ef það er skynsamlegt. Ég held að þú þurfir að halda í vonina eins og þú getur, eins lengi og þú getur. Sama hvað.“

Í viðtalinu kom fram að Eva var komin með tíma á heilsugæslustöðinni í Þýskalandi 4. ágúst og yrði þar í þrjár vikur til að byrja með. 

Eva laut í lægra haldi fyrir meininu þann 22. september eftir nær þriggja ára baráttu. Við vottum ástvinum Evu, fjölskyldu og vinum, innilega samúð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ lést í Tungufljóti

Formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ lést í Tungufljóti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur
Fréttir
Í gær

Segir að koma norðurkóreskra hermanna til Úkraínu sé afleiðing af mistökum Vesturlanda

Segir að koma norðurkóreskra hermanna til Úkraínu sé afleiðing af mistökum Vesturlanda
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í uppsveitir Árnessýslu

Björgunarsveitir kallaðar út í uppsveitir Árnessýslu
Fréttir
Í gær

Pawel bendir á að Bjarni hafi ruglast – Kópavogur hafi komið í veg fyrir stækkun en ekki Reykjavík

Pawel bendir á að Bjarni hafi ruglast – Kópavogur hafi komið í veg fyrir stækkun en ekki Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr segir hinn meinta útlendingavanda byggjast á „múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum“

Jón Gnarr segir hinn meinta útlendingavanda byggjast á „múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi