fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Fréttir

Efling sýnir enga miskunn í aðgerðum sínum gegn veitingahúsinu Ítalíu og þetta er nýjasta útspilið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. október 2024 22:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling hefur sagt veitingahúsinu Ítalíu stríð á hendur. Það vakti töluverða athygli um miðjan september þegar Efling nafngreindi eiganda Ítalíu, Elvar Ingimarsson, og sakaði hann um launaþjófnað, misnotkun vinnuafls og skattsvik.

Stéttarfélagið lét ekki þar við sitja heldur stóð fyrir mótmælum fyrir utan veitingahúsið þar sem gestir voru upplýstir um hvað þeir væru að styðja með því að setjast þar að snæðingi.

Deginum eftir mótmælin brást Elvar við og viðurkenndi að félagið hefði átt í erfiðleikum með að greiða laun. Hann taldi veitingastaðinn skulda um tvær milljónir, sem væri nú ekki mikið í stóra samhenginu og réttlætti að hans mati ekki aðgerðir Eflingar í hans garð. Hann lofaði þó að gera upp við starfsmenn sem fyrst.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði það af og frá að aðeins sé um tvær milljónir að ræða. Nú þegar hefði félagið á fjórðu milljón í innheimtu en erfitt sé að ná utan um umfang skuldarinnar þar sem Ítalía hafi ekki skráð niður vinnutíma starfsmanna, ekki gert ráðningarsamninga og ekki afhent starfsfólki launaseðla.

Ekki hefur Elvar þó staðið við það að gera upp við starfsmenn sína og nú hefur Efling gripið til frekari aðgerða gegn veitingahúsinu. Að þessu sinni hefur Efling merkt sendibifreið sem hefur verið og verður lagt fyrir utan veitingastaðinn eins lengi og þurfa þyki. Á bifreiðinni er tekið fram að með því að borða á Ítalíu séu gestir að styðja launaþjófnað, misnotkun á vinnuafli og skattsvik.

Mynd/Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt