fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Flestum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu lokað

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. október 2024 16:23

Börn í Laugardalslaug. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu nema Seltjarnarnes hafa tilkynnt um að öllum sundlaugum sveitarfélaganna hafi verið lokað vegna bilunar í Nesjavallavirkjun.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að vegna bilunar í Nesjavallavirkjun Orku Náttúrunnar sé nú skert flæði á heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins. Vegna þessa hafi Reykjavíkurborg lokað öllum sínum átta sundlaugum og óljóst sé hvenær hægt verður að opna þær aftur.

Hluti þeirra véla sem sjái um framleiðsluna í Nesjavallavirkjun séu komnar aftur af stað en virkjunin sé ekki á fullum afköstum. Vegna þessa biðji Veitur sem dreifa vatninu til íbúa á höfuðborgarsvæðinu, fólk um að fara sparlega með heita vatnið á meðan á viðgerð stendur.

Í tilkynningunni segir að Veitur hafi haft samband við sína stærstu viðskiptavini með ósk um að heitavatnsnotkun yrði lágmörkuð eins mikið og hægt er til setja heimili og viðkvæma starfsemi í forgang. Reykjavíkurborg hafi orðið við þeirri beiðni og hafi sundlaugum því verið lokað og gervigrasvellir stilltir á lægstu stillingu.

Sveitarfélögin Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur og Mosfellsbær hafa öll tilkynnt á sínum Facebook-síðum að öllum sundlaugum sveitarfélaganna hafi verið lokað vegna bilunarinnar. Enga slíka tilkynningu er hins vegar að finna á Facebook-síðu Seltjarnarnesbæjar, þegar þessi orð eru rituð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“