fbpx
Sunnudagur 10.nóvember 2024
Fréttir

Flutti inn kókaín frá Sviss – Fjórtán mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. september 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur maður var þann 26. ágúst sakelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellt fíkniefnabrot.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þriðjudaginn 4. júní síðastliðinn staðið að innflutningi á tæplega 900 g af kókaíni sem ætlað var til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Maðurinn flutti efnin til landsins sem farþegi til Keflavíkurflugvallar frá Zürich í Sviss, en hann faldi fíkniefnin innvortis.

Maðurinn játaði sök og var það virt honum til refsilækkunar. Ekki er talið að hann sé eigandi fíkniefnanna né hafi komið að skipulagningu á innflutningi efnanna.

Var maðurinn dæmdur í 14 mánaða fangelsi og til að greiða tæplega 2,2 milljónir króna í sakarkostnað.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðiseftirlitið hyggst endurskoða starfsleyfi Bálstofunnar

Heilbrigðiseftirlitið hyggst endurskoða starfsleyfi Bálstofunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hoggið á hnútinn í erfiðu máli í Kópavogi – Nágrannar mjög ósáttir

Hoggið á hnútinn í erfiðu máli í Kópavogi – Nágrannar mjög ósáttir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um menn á Íslandi sem tengjast hryðjuverkasamtökum

Grunur um menn á Íslandi sem tengjast hryðjuverkasamtökum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Viðar segir dóminn yfir Reyni ljúka ömurlegu tímabili í lífi hans – „Þarna er botninn. Að níðast á syrgjendum“

Atli Viðar segir dóminn yfir Reyni ljúka ömurlegu tímabili í lífi hans – „Þarna er botninn. Að níðast á syrgjendum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hræddar hryssur: Samtök um dýravelferð birta nýjar myndir af blóðmerahaldi

Hræddar hryssur: Samtök um dýravelferð birta nýjar myndir af blóðmerahaldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Foreldrar leikskólabarna í Fossvogi búnir að fá sig fullsadda af líkbrennslunni – „Anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín“

Foreldrar leikskólabarna í Fossvogi búnir að fá sig fullsadda af líkbrennslunni – „Anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín“