fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fréttir

Auglýsa eftir fólki til að grafa skotgrafir í Kúrsk

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. ágúst 2024 03:45

Ekkert lát er á stríðinu á milli Rússlands og Úkraínu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg rússnesk verktaka- og byggingafyrirtæki leita nú að starfsfólki til að grafa skotgrafir „við varnarlínu númer tvö“ en hún er í Kúrsk héraðinu sem Úkraínumenn réðust nýlega inn í.

Í auglýsingum fyrirtækjanna er tekið fram að leitað sé að starfsfólki til að grafa skotgrafir, reisa varnarmannvirki, loftvarnarbyrgi og skriðdrekavarnir. Engrar reynslu er krafist og mánaðarlaunin eru 210.000 rúblur en það svarar til um 320.000 íslenskra króna. Vinnuveitandinn sér starfsfólki fyrir einkennisfatnaði, fæði og húsnæði.

Áður en nýja starfsfólkið (ef einhverjir fást til starfa) verður sent til Kúrsk verður það sent á tveggja vikna námskeið til að undirbúa það undir starfið á átakasvæði.

Einnig er leitað að smiðum og fólki í steypu- og lagnavinnu.

Ekki er vitað hversu marga þarf til að grafa skotgrafir og reisa varnarmannvirki en fyrirtækin staðhæfa að störfin séu ekki hættuleg.

En Rússar bíða ekki bara eftir nýja starfsfólkinu því nú þegar er byrjað að grafa skotgrafir ef miða má við gervihnattarmyndir af svæði sem er um 45 km frá úkraínsku landamærunum. BBC segir að byrjað sé að grafa skotgrafir á að minnsta kosti fimm stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki