Úkraínskir hermenn hafa verið undir miklu álagi síðustu mánuði en Rússar hafa sótt hart að þeim.
Nú vilja stjórnmálamennirnir reyna að verðlauna stríðsþreytta hermenn.
TV2 segir að á heimasíðu ráðherraráðsins komi fram að hermenn fái fimm daga frí ef staðfest er að þeir hafi eyðilagt rússneska flugvél eða skip. Þeir fá fjögurra daga frí ef þeim tekst að eyðileggja loftvarnarkerfi eða þyrlu og þriggja daga frí ef þeir eyðileggja skriðdreka eða brynvarið fólksflutningaökutæki.
Skemmri frí verða í boði fyrir að eyðileggja aðrar tegundir hertóla, til dæmis Shahed dróna eða óbrynvarin ökutæki.