fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Segir Íslendinga vera heimsmeistara í því að nota peninga í vitleysu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. maí 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á manna­máli þýðir þetta að við erum heims­meist­ar­ar í því að nota pen­ing­ana í vit­leysu,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.

Hanna Katrín skrifar aðsenda grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem hún kemur inn á hamfarirnar á Reykjanesskaga þar sem óblíð náttúruöflin minntu síðast á sig í gær.

„Við vit­um að við sveigj­um ekki nátt­úru­lög­mál­in og höf­um þess vegna þurft að læra að lifa með þeim. Það sem við höf­um hins veg­ar stjórn á eru mann­anna verk. Til dæm­is eru ekki nátt­úru­lög­mál þeir him­in­háu vext­ir sem ís­lensk­ur al­menn­ing­ur hef­ur búið við í lengri tíma. Sturluð vaxta­gjöld heim­ila lands­ins eru ekki ham­far­ir frá nátt­úr­unn­ar hendi. Það sama á við um vaxta­gjöld lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja sem hafa ekki fengið sér­stakt leyfi stjórn­valda til að yf­ir­gefa ís­lenska krónu­hag­kerfið og nota er­lenda gjald­miðla. Það er sem sagt ekki nátt­úru­lög­mál að hér flæði tug­ir millj­arða króna frá ís­lensk­um heim­il­um og fyr­ir­tækj­um í vaxta­kostnað um­fram það sem heim­ili og fyr­ir­tæki í ná­granna­lönd­um okk­ar greiða í vexti af sín­um skuld­um,“ segir hún meðal annars.

Hanna Katrín segir að það sé heldur ekki náttúrulögmál að ríkissjóður Íslands, sem hún segir að sé í raun hóflega skuldsettur í samanburði við önnur lönd, greiði miklu hærri vexti af sínum skuldum.

„Gögn frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum sýna að hlut­fall vaxta­gjalda rík­is og sveit­ar­fé­laga nem­ur um 6% af lands­fram­leiðslu. Þau lönd sem koma næst, Bret­land og Ítal­ía, greiða um 4% af sinni lands­fram­leiðslu á meðan skuld­ir þeirra sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu eru mun hærri en okk­ar. Að meðaltali er vaxta­kostnaður þeirra ríf­lega 30 ríkja sem Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn skoðar um 2% af lands­fram­leiðslu,“ segir Hanna Katrín sem útskýrir hvað þetta þýðir.

„Á manna­máli þýðir þetta að við erum heims­meist­ar­ar í því að nota pen­ing­ana í vit­leysu. Því það er auðvitað ekk­ert annað en vit­leysa að halda hér dauðahaldi í gjald­miðil sem er okk­ur svona rán­dýr. Vext­ir í ís­lensku krónu­hag­kerfi eru og verða miklu hærri en vext­ir í hag­kerf­um með stærri og stöðugri gjald­miðil. Við vit­um öll hvernig staðan er. Að á sama tíma og ríki og sveit­ar­fé­lög þurfa að dæla fleiri tug­um millj­arða króna í sér­ís­lensk­an vaxta­kostnað þá skort­ir hér til­finn­an­lega fjár­magn í ýmsa nauðsyn­lega fjár­fest­ingu í innviðum og aðra þjón­ustu við al­menn­ing.“

Hanna Katrín spyr að lokum af hverju við sættum okkur við þetta.

„Er það af því það er búið að sann­færa okk­ur um að þessi staða sé nátt­úru­lög­mál sem ekki er hægt að breyta? Að óbæri­leg­ir vaxtaverkir ís­lenskra heim­ila og fyr­ir­tækja séu af­leiðing óblíðra nátt­úru­afla sem við þurf­um bara að læra að lifa með? Við vit­um bet­ur. Breyt­um þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“