fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Leita enn að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská fyrr í kvöld

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. maí 2024 22:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 18:30 í kvöld barst tilkynning um að karlmaður um tvítugt hefði fallið ofan í Fnjóská nokkru ofan við ósa hennar, skammt frá Pálsgerði.

Maðurinn var með þremur félögum sínum og hvarf þeim sjónum í ánni. Björgunarsveitir voru kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðgerðarstjórn var í kjölfarið virkjuð á Akureyri.

Maðurinn er enn ófundinn samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra en um 130 viðbragðsaðilar eru að störfum við leitina. Vettvangsstjórn hefur verið skipuð á vettvangi. Fimm leitardrónar eru notaðir og sérþjálfaðir straumvatnsbjörgunarsveitarmenn eru komnir á svæðið. Von er á leitarhundum til viðbótar. Aðstæður eru erfiðar því Fnjóská er nokkuð lituð á þessum slóðum og kvíslast svo mikið í ósum að leitarsvæðið er víðfeðmt og sums staðar vatnið það grunn að erfitt er að koma við tækjum við leitina.

Lögregla mun upplýsa aftur um stöðu mála í kringum miðnætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur