fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Hvað er Pútín að gera? Handtökur á herforingjum vekja athygli

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. maí 2024 04:04

Hvað er Pútín að gera með öllum þessum handtökum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðasta mánuði var aðstoðarvarnarmálaráðherrann, Timur Ivanov, handtekinn af rússnesku leyniþjónustunni. Var hann sagður grunaður um að hafa þegið mútur og dregið sér fé.

Næst var röðin komin að starfsmannastjóra varnarmálaráðuneytisins. Í síðustu viku voru tveir háttsettir herforingjar handteknir. Allir eru þeir sakaðir um spillingu og allir neita þeir sök.

Handtökurnar hófust skömmu eftir að fimmta kjörtímabil Vladímír Pútín hófst. Hann stokkaði þá upp í ríkisstjórn sinni og flutti Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, í nýtt embætti.

Í stöðugreiningu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) segir að allt bendi til að verið sé að fjarlægja háttsetta herforingja sem hafa komið að stríðinu í Úkraínu.

Þetta hefur vakið upp spurningar um hvað sé eiginlega í gangi í Kreml.

Sumir telja að Pútín sé að reyna að ná stjórn á varnarmálaráðuneytinu á nýjan leik. Öfgasinnaðir rússneskir herbloggarar segja að hin raunverulega ástæða sé vandi varðandi goggunarröðina innan ráðuneytisins og hersins. Rússneskir ríkisfjölmiðlar hafa gefið í skyn að verið sé að rannsaka mál fleiri háttsettra hershöfðingja vegna misheppnaðra hernaðaraðgerða og mikils mannfalls.

Einnig hafa vaknað spurningar um hvort valdabarátta standi yfir á milli hersins og leyniþjónustunnar.

Það er svo sem ekki óvenjulegt að spillingarmál komi upp í Rússlandi. Stríðið í Úkraínu hefur haft gríðarleg fjárútlát til hersins í för með sér og það eykur bara möguleika embættismanna til að auðgast með því að taka við mútum eða bara stela peningunum.

„Í Rússland virkar spilling bæði sem gulrót og vöndur. Hún er notuð til að hvetja til tryggðar en um leið er hún notuð til að stjórna,“ sagði Sam Green, forstjóri CEPA, í samtali við AP fréttastofuna.

Mark Galeotti, sérfræðingur í öryggismálum, sagði nýlega í hlaðvarpi að Pútín vilji að allir séu með „beinagrind í skápnum“. Þá sé hægt að handtaka embættismenn hvenær sem er.

„Spilling er „kjarni kerfisins“,“ sagði Nigel GouldDavies, sérfræðingur í öryggismálum, við AP.

Aðrir hafa velt upp þeim möguleika að Pútín óttist að herinn ræni völdum og því sé hann að hreinsa til í hans röðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki