Menn úr tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru í kvöld fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Bolungarvíkur. Samkvæmt heimildum Vísis er andlát í Bolungarvík til rannsóknar.
Lögregla rannsakar vettvang í Bolungarvík en tilkynning barst um málið um kvöldmatarleytið.
„Þeir eru að aðstoða okkur í máli sem við erum að rannsaka. Það er nýkomið upp og ég get ekki sagt meira en það,“ segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Ísafirði, í samtali við Vísi.