Ellefu af bestu skákmönnum Íslands takast á í glæsilegu boðsmóti þar sem barist er um Wessman One-bikarinn í fyrsta sinn. Mótið, sem er samstarfsverkefni hlaðvarpsþáttarins Chess after Dark og Maison Wessman fer fram á Cernin Vínbar og hefst kl.14.00.
Mótið verður í beinni útsendingu í gegnum Twitch-síðu Chess after Dark sem aðgengileg verður hér fyrir neðan um leið og mótið hefst.
Bein útsending:
Á úrslitasíðunni Chess-results má síðan fylgjast með stöðunni í mótinu og skoða einstök úrslit.
Skákmeistaranir Björn Ívar Karlsson og Ingvar Þór Jóhannesson munu sjá um að skýra það sem fyrir höndum ber með dyggri aðstoð CAD-bræðra, Birkis Karls Sigurðssonar og Leifs Þorsteinssonar.
Á meðal keppenda mótsins eru stigahæsti stórmeistari landsins, Hjörvar Steinn Grétarsson, gömlu fjörmenningakempurnar Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson, stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson og Íslandsmeistari kvenna Olga Prudnykova.
Keppendalisti mótsins í heild sinni:
Hjörvar Steinn Grétarsson (2498)
Helgi Ólafsson (2466)
Jóhann Hjartarson (2453)
Bragi Þorfinnsson (2379)
Magnús Örn Úlfarsson (2354)
Dagur Ragnarsson (2328)
Sigurbjörn Björnsson (2306)
Örn Leó Jóhannsson (2301)
Olga Prudnykova (2269)
Bárður Örn Birkisson (2229)
Magnús Pálmi Örnólfsson (2162)
Fyrirkomulagið á mótinu er eftirfarandi:
11 keppendur.
Allir við alla.
Tímamörk: 4+2
Fjórir efstu komast áfram í úrslit.
1 & 4 sæti mætast
2 & 3 sæti mætast
Þriggja skáka einvígi í undanúrslitum og úrslitum – sá sem er hærri í mótinu fær tvo hvíta.