fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Síbrotamaðurinn Guðfinnur ákærður fyrir hrottalegar nauðganir – Sveik áður milljónir af unnustu og birti líflátshótanir á YouTube

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. maí 2024 19:30

Guðfinnur Óskarsson. Gamalt skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðfinnur Óskarsson, maður fæddur árið 1981, hefur verið ákærður fyrir nauðganir og stórfellt brot í nánu sambandi. Mál gegn honum var þingfest í vor en aðalmeðferð í því verður snemma í haust.

Meintu hrottalegu ofbeldi Guðfinns gegn íslenskri konu er lýst í ákæru héraðssaksóknara, en um tvö tilvik er að ræða. Fyrra atvikið gerðist sumarið 2017. Guðfinnur og konan höfðu þá byrjað samfarir með vilja beggja er hann fór skyndilega að sýna henni hrottaskap, reif í hár hennar, sló hana í andlit og búk með flötum lófa og hélt henni fastri; þvingaði hana til að hafa við sig munnmök og sló hana síðan ítrekað með krepptum hnefa í andlit og búk og hafði við hana samræði. Er hann sagður hafa skeytt því engu að konan bæði hann endurtekið um að hætta. Hún er sögð hafa hlotið mar við vinstri og hægri kinn og við vinstra og hægra auga.

Síðara atvikið sem tilgreint er í ákærunni átti sér stað í ágústmánuði árið 2020 á sameiginlegum dvalarstað Guðfinns og konunnar í Prag í Tékklandi. Í þeim ákærulið er Guðfinnur sakaður um nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Hann hafi með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis haft samræði og önnur kynferðismök við konuna, rifið af henni fötin og dregið hana eftir gólfinu upp í rúm í svefnherbergi, haft þar við hana samræði þar sem hún lá á maganum í rúminu og stungið hönd sinni eða óþekktum hlut í endaþarm konunnar, haft síðan við hana endaþarmsmök þrátt fyrir að hún bæði hann endurtekið um að hætta. Hætti hann ekki fyrr en konan beit í þumalfingur hans. „Var þessi háttsemi ákærða til þess fallin að vekja henni ótta um líf sitt og heilbrigði,“ segir í ákæru.

Héraðssaksóknari krefst þess að Guðfinnur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd brotaþolans er gerð krafa um miskabætur upp á fimm milljónir króna.

Handtökuskipun gefin út

Guðfinnur hefur undanfarin ár búið í Færeyjum og Tékklandi. Samkvæmt heimildum DV dróst rannsókn málanna sem lýst er í ákærunni vegna þess að erfitt var að ná í hann. Var gefin út handtökuskipun á hann er hann dvaldist í Tékklandi og tókst um síðir að fá hann til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Talið er að Guðfinnur sé núna búsettur í Tékklandi en hann þarf að koma fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í byrjun september.

Skrautleg fortíð

Guðfinnur er með nokkuð langan brotaferil að baki. Í byrjun árs 2021 greindi DV frá því að hann hefði verið ákærður fyrir hótanir í garð annars manns.

Hótanirnar voru svohljóðandi:

  1. „Að þá lem ég þig, ég lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig og utan það að ég þoli ekki svona aumingja eins og þú.“
  2. „Á ég að berja þig eða? Mig munar ekkert um að sitja lengur í fangelsi sko.“
  3. „Mig munar ekkert um að sitjir of lengi í fangelsi, annaðhvort ræðir þú við Amalíu eða, eða ég drep þig og það er svo einfalt. Ég læt þig bara hverfa.“
  4. „Komdu, komdu heim til Amalíu núna og ég drep þig bara hérna rétt fyrir utan.“
  5. „Taktu á móti karlmanni sem tekur á móti, ég mana þig.“
  6. „Þú ert bara aumingi, komdu, komdu fyrir utan hjá henni og ég lem þig.“
  7. „Ég drep þig næst ef þú segir eitthvað við hana á netinu.“
  8. „Og ef að þú ætlar að hringja í lögguna þá er mér alveg sama, mér munar ekkert um að sitja lengur inni.“
  9. „Ég drep þig.“
  10. „Komdu ég ætla að berja þig, komdu veistu það mér langar svo að berja þig að.“
  11. „Hvar, hvar ertu? Ég ætla að koma og berja þig.“
  12. „Veistu það að ég ætla svo að berja þig að mamma þín á eftir að grenja í hvert skipti sem að hún þú veist hefur hugsað um að eignast þig. Ég ætla svo að berja þig.“

Hótanirnar voru í símtali og birtist símtalið á YouTube þar sem myndbandið er ennþá:

Sveik milljónir af unnustu

RÚV og fleiri fjölmiðlar greindu frá því árið 2015 að Guðfinnur hefði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að svíkja andvirði tæpra sex milljóna króna af enskri unnustu sinni. Guðfinnur og konan höfðu kynnst á stefnumótasíðu og hann flutti til hennar í íbúð hennar í Leeds. Hann sagði henni að hann væri fastur í Bretlandi þar sem hann ætti í erfiðleikum með að fá greitt fyrir vinnu sína. Konan trúði honum og greiddi fyrir hann það sem þurfti. Er hún seldi hús sitt fyrir 190 þúsund pund fékk hann hana til að millifæra bróðurpartinn af upphæðinni á reikning hans í Noregi og sagði hann að hún myndi fá hærri vexti þar. Hann hunsaði óskir hennar um að framvísa kvittunum fyrir millifærslunni.

Skömmu síðar greindi hann unnustu sinni frá því að hann hefði fundið vinnu og myndi núna borga leiguna – þeir fjármunir voru teknir af peningum konunnar sem Guðfinnur hafði millifært til Noregs. Konan gekk á Guðfinn í mars og hann ákvað að borga henni til baka 25 þúsund pund. Hann sagðist hafa fengið vinnu á Íslandi og þyrfti að vera á Íslandi í mánuð. Konan fór þá grennslast fyrir og komst að því að peningarnir sem hún hafði látið Guðfinn fá voru á einkareikningi hans. Hún reyndi að setja sig í samband við Guðfinn með tölvupósti og síma en án árangurs. Málið var því kært til lögreglu og var Guðfinnur handtekinn á Heathrow-flugvelli á leiðinni til Washington. Hann játaði sök í málinu og var sakfelldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð
Fréttir
Í gær

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér
Fréttir
Í gær

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða
Fréttir
Í gær

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?