Pat Ryder, talsmaður ráðuneytisins, skýrði frá þessu í gær. Hann sagði að þessu hugsanlega vopni hafi verið skotið á loft 16. maí en það þýðir að það er nú á sömu braut og bandarískur gervihnöttur. Dpa skýrir frá þessu.
Þegar Ryder var spurður hvort þetta hugsanlega vopn, sem er í formi gervihnattar, sé ógn við Bandaríkin sagði hann: „Þetta er geimvopn sem er á sömu braut og gervihnöttur sem tilheyrir bandarískum stjórnvöldum.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar hafa sent geimvopn á braut um jörðina en það gerðu þeir einnig 2019 og 2022 að sögn Pentagon.