fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Segja hugsanlegt að Rússar hafi sent geimvopn á braut um jörðu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2024 18:30

Gervihnöttur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon segir að Rússar hafi hugsanlega sent geimvopn á braut um jörðu í síðustu viku. Þetta vopn, ef rétt reynist, getur hæft aðra gervihnetti.

Pat Ryder, talsmaður ráðuneytisins, skýrði frá þessu í gær. Hann sagði að þessu hugsanlega vopni hafi verið skotið á loft 16. maí en það þýðir að það er nú á sömu braut og bandarískur gervihnöttur. Dpa skýrir frá þessu.

Þegar Ryder var spurður hvort þetta hugsanlega vopn, sem er í formi gervihnattar, sé ógn við Bandaríkin sagði hann: „Þetta er geimvopn sem er á sömu braut og gervihnöttur sem tilheyrir bandarískum stjórnvöldum.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar hafa sent geimvopn á braut um jörðina en það gerðu þeir einnig 2019 og 2022 að sögn Pentagon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti